Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 16
Ég er ákaflega sammála þeim sjónarmiðum sem þama koma fram og ítreka
sérstaklega þá afstöðu mina til þjóðkirkjuskipulagsins, að það hefur reynst afar vel
og hefur stuðlað að mikiu meiri og traustari útbreiðslu kirkjulegs orðs en annars
hefði verið. Breytingar í átt til aukins stjómunar- og skipulagslegs sjálfstæðis
kirkjunnar megi því ekki verða til að raska sjálfu þjóðkárkjuskipulagjnu.
Þjóðfélagið þarfnast kjölfestu kirkjunnar.
Það er hinsvegar eðlilegt að samband ríkis og kirkju sé endurmetið, en samkvæmt
gildum, fræðilegum rökum, virðist það, eftir því sem segir í áfangaskýrslunni, ekká
hafa tekið neinum grundvallarbreytingum í meir en heila öld.
I stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjómar segir að ríkisstjómin muni leggja áherslu
á sjálfstæði þjóðkirkjunnar, og að því hefur verið unnið í góðri samvinnu við
kirkjuna. Þróun í þessa veru hefur þó vissulega hafist fyrr. Um það bera vott t.a.m.
lög um kristnisjóð og jöfnunarsjóð sókna. Sú umræða sem fram fer á milli ríkis og
kirkju um eignamálin er og grein af þessum meiði og ánægjulegur og merkur
áfangi varð á síðasta ári, þegar lög um Skálholtsskóla voru samþykkt, en þar er
kveðið á um að þessi kirkjulega menningar- og menntastofnun, sé í eigu og á
ábyrgð þjóðkirkju Islands. Ríkið styrkir stofnunina með fjárframlagi samkvæmt
ákveðnum samningi þar um, en hefur enga beina íhlutun um stjómunina.
Á síðasta kirkjuþingi voru gefin fyrirheit um að umsýsla ákveðinna málaflokka,
sem verið hafa á fjáriögum og stjómast úr ráðuneyti, myndu færast til kirkjunnar.
Að þessu hefur verið unnið áfram og liggja nú fyrir frumvörp til laga um
kirkjumálasjóð og um prestsetur, sem verða kynnt nánar hér á þinginu af
Guðmundi Þór Guðmundssyni, sem hefur haft alla forystu um verklegan
undirbúning fmmvarpsins.
Þessi sjóður er eins og við þekkjum formaður og byggður upp með lækkun
kirkjugarðsgjalds. Kirkjan hefur sýnt mikinn skilning á þeirri stöðu sem í reynd var
orðin að þessum áfanga yrði ekki að sinni náð með öðrum hætti í þessu tilviki. Og
ég ítreka, að þá afstöðu ber að þakka sérstaklega. En það er líka ánægjulegt að ekki
hefur þurft að koma til frekari röskunar á fjárhag kirkjunnar heldur en orðið var.
Ef þessi fmmvörp tvö verða að lögum getur þessi breyting til aukinnar
sjálfsstjómar og fjárhagsábyrgðar gefið kirkjunni mikla möguleika til fmmkvæðis,
svo sem aðrar breytingar í þessa vem, og til þess að skipuleggja starfsemi sína
betur heldur en niðurstaðan verður þegar þeir hafa mest ákvörðunarvald um jafnvel
um hin smæstu atriði kirkjulegrar stjómsýslu, sem minna þekkja til mála en kirkjan
sjálf.
11