Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 17
Þessar breytngar geta líka, ef þær veröa samþykktar gefíð tóninn um fleiri þætti
samskipta ríkis og kirkju og menn ættu t.d. alls ekki að loka augunum fyrir þeirri
hugmynd að skipa framlagi ríkisins vegna launagreiðslna með þessum hætti og það
er spuming hvort slík leið gæti orðið til að höggva á þann hnút sem kjaramál presta
eru í. Það er auðvitað margslungið mál sem kannski gengur ekki allt fram í einu
vetfangi og það eru vissulega margir þættir sem þarfnast athugunar við. Mikilvægt
er og reyndar forsenda að lífeyrisréttindi starfsmanna kirkjunnar raskist ekki við
hugsanlega breytingu af þessu tagi. AUt eru þetta atriði, sem þarfnast skoðunar
með opnum huga í ljósi þeirrar stefnumótunar, sem nú fer fram.
í slíkri uppstokkun hljóta að felast miklir möguleikar fyrir þjóðkirkjuna sem myndi
sjálf geta ákvarðað launakerfí sett og íjölda starfsmanna og hvar þeim yrði skipað
til þjónustu. Sókna og prestakallaskipun myndi jafnvel vera óþarft að binda í lög.
Þetta eru róttækar hugmyndir en þær gætu samt, eða eitthvert annað afbrigði
þeirra, sem menn myndu fremur sættast á, fallið að þeim hugmyndum um
rammalöggjöf um samskipti ríkis og kirkju, sem fram kemur í áfangaskýrslu
nefndar um skipulag þjóðkirkjunnar. Þar sem kirkjulegur aðili tæki ákvarðanir á
grundvelli þess sáttmála sem í slíkum ramma fælist og ríkisvaldið rækti
stjómlagaskuldbindingu sína um að styðja þjóðldrkjuna og vemda, án óþarfiegrar
íhlutunarum stjómsýslu hennar.
Þessi gæti verið framtíðin, og til hennar er horft björtum augum.
Samt sem áður reynist nauðsynJegt að huga að þeim verkefnum dagsins sem fyrir
liggja, þar á meðal löggjafarmálum.
Það hefur eJcki reynst raunsætt að ætla sér um of um flutning lagafrumvarpa, en
fremur reynst líkiegt til árangurs að taka mið af því hversu mikJar líkur em á
framgangi mála, m.a. með tilliti til anna Aiþingis.
Á síðasta þingi náðust fram, auk laganna um Skálholtsskóla, Jög um Jdrlcjugarða,
og er vonandi að á grundvelli þeirra laga geti orðið sátt og stöðugleild um þau
viðlcvæmu málefni öll, sem þar er um fjallað.
Þegar hefur verið teldn álcvörðun um að flytja á AJþingi frumvörp til laga um
Jdrkjumálasjóð og um prestssetur á þessu þingi eins og ég gat um áðan, en ég mun
á allra næstu vikum taka álcvörðun um hvort frumvarp til laga umldrkjubyggingar
verði Jagt fram á þessu þingj, en það er nú til skoðunar í ráðuneytinu. Er sú löggjöf
vissulega um margt Icnýjandi.
12