Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 23
þinga. Þetta verður á ábyrgð þingsins sjálfs að úrskurða, verði frumvarpið um
kirkjumálasjóðinn að lögum.
Þá bætist einnig við yfirstjóm fjármála í tengslum við aðra þætti kirkjulegs starfs,
sem þar er nefnt og þingmenn hafa haft tækifæri til þess að kynna sér, áður en hingað
var komið. Einna umsvifamest verður forsjá prestssetra, en yfirumsjón þeirra mála
mun hvíla á kárkjuþingi, enda þótt framkvæmdir verði á annarra hendi AHt þetta hnígur
til þeirrar áttar, sem ég tel eðlilegasta. Fagna ég þá einnig hugmyndum ráðherra, sem
hefur látið skoðun sína í Ijósi varðandi sjálfstæði kirkjunnar og ábyrgð kirkjulegra aðila
og síðast í gær ræddi hugmyndir sínar og skýrði. Það eru því ákveðin þáttaskil í sögu
kirkjuþings við lok þessa kjörtímabils og kvaðningu þess 25. að hausti, fari svo um
samþykktir frumvarpa sem ætia má.
Samfara þeim breytingum, sem hér er vikið að, hljóta umsvif biskupsstofu
einnig að aukast. Húsið að Suðurgötu 22 er nú þegar í eigu kirkjunnar, og var keypt
fyrir fé úr kristnisjóði á sínum tíma. Ekki hefur þó tekist þrátt fyrir margítrekaðar
tilraunir að ganga frá leiguskilmálum við ráðuneytið varðandi skrifstofu biskups. Á hið
sama við um annað hús í eigu kirkjunnar, þar sem er embættisbústaðurinn f Skálholti og
kirkjuráð fékk vígslubiskupi til búsetu. Standa vonir til, að unnt verði að koma þessum
málum í höfn, þegar önnur samningsatriði koma til úrlausnar við margnefndar
breytingar.
En ljóst er, að aukin umsvif kirkjuþings og kirkjuráðs kalla eftir auknu
húsrými á biskupsstofu. Ræddi ég við borgarstjóra um makaskipti á Suðurgötu 22
og húsi borgarbókasafnsins við Þingholtsstræti. Leist borginni vel á þann möguleika, en
við nánari athugun, hefðum við ekki fengið nema örlítið stærra húsnæði, sem hefði á
engan hátt dugað vegna þeirra verkefna, sem biskupsstofa annast sem og aðrar
kirkjulegar stofnanir, sem eðlilegt er, að séu í sama húsi. Var því horfið frá þessu ráði,
en beðið er eftir skýrslu frá nefnd, sem kirkjuráð fól frumathuganir á möguleikum þess
✓
að stækka Suðurgöm 22 með byggingu nýrrar álmu upp í hlíðina bak við húsið. I
frumskýrslu er þá gert ráð fyrir bílastæði í niðurgröfnum kjallara, en síðan rúmgóðum
fundarsal og mótttökuherbergi eða skrifstofu á næstu hæðinni, en fleiri herbergjum á
efsm hæðinni. Er þetta hugsanlegt með því, að Suðurgötulínan mót tjöminni raskist ekki
við þessa byggingu. Mundi þá kirkjan afsala sér lóðinni við Eiríksgöm, sem þegar var
skert um helming, þegar kirkjan heimilaði byggingu bamaheimilis þar á sínum tíma.
Tengsl ríkis og kirkju em til umræðu á mörgum sviðum, en sem betur fer
ekki á mörgum vígstöðvum, þar sem af skilningi er tekáð á málum og þau rædd og leitað
farsælla lausna. Mörg þessara atriða koma fyrir þetta kirkjuþing, svo að ekki er ástæða
til að tíunda hér í þessari skýrslu, en aðeins drepa á fáein til skýringar máli mínu. Ber
18