Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 24
þar fyrst að telja til störf nefndarinnar, sem íjallar um kirkjueignirnar og skilin milli
rflds og kirkju á því sviði. Hljóta prestssetrin að koma þar við sögu, en eru þó aðeins
hluti þeirra viðfangsefna, sem nefndin glímir við. Störfum hefur miðað, en þau hljóta að
taka nokkum fjörkipp við þær breytingar, sem boðaðar eru. Skýrsla nefndarinnar er lögð
fyrir kþ.
Þá vil ég einnig geta viðamikillar skýrslu nefndar þeirrar, sem ég skipaði að boði
síðasta kirkjuþings og fjallar um skipulagsmál íslensku Þjóðkirkjunnar, stöðu
þeirra mála og tillögur. Er hér að vísu aðeins um frumskýrslu að ræða en lofar svo
góðu, að ég vona nefndin vinni af þeim sama krafti og einurð framvegis sem hingað til,
og ætti þá að vera unnt að sjá fyrir verklok eftir tvö ár. Formaður nefndarinnar og ritari
kynntu ráðherra þessa skýrslu í síðustu viku. Leist honum mjög vel á það, sem komið
er, og mun alveg á næstunni tilnefna fulltrúa sinn í stað þess, sem horfið hefur til náms
erlendis. En í þessum frumtillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir auknum umsvifum
kirkjuþings, meiri áhrifum og endanlegri afgreiðslu á mörgum málum. Skýrslan er lögð
fyrir þetta kþ.
Þessu tengd er þá einnig viðamikil skýrsla nefndar þeirrar, sem síðasta
kirkjuþing fól mér einnig að skipa og fjallar um samskipti sóknarnefnda og
sóknarpresta. Er þar tekið á mörgum málum og saga sóknamefnda rakin. Sérstakar
tillögur eru þó ekki reifaðar, en vimað er til erindisbréfs sóknarnefnda, sem er í
burðarliðnum og verður endanlega gengið frá innan skamms. Elefur biskupsritari kynnt
það á héraðsfundum og sérstökum fundum með sóknamefndum nú síðustu vikur, auk
þess sem nefndin gerði athugasemdir sem skoðaðar vom. En nefndarálitið verður
sérstakt þingmál og lagt frarn síðar.
Þá vísa ég enn til fyrstu skýrslu guðfræðistofnungar um
safnaðaruppbyggingu. Er hún mjög áhugaverð og fróðlegt að kynna sér viðhorf
fólks gagnvart kirkjulegu starfi og þjónustu prests auk þess sem ritgerð dr. Einars
Sigurbjömssonar hentar vel til grundvallar leshringum sóknarfólks. Þá fýlgir hér einnig
viðamikil skýrsla verkefnisstjóra og nefndar um safnaðaruppbyggingu og
tekur nefnd sú, sem fær skýrslu biskups/kirkjuráðs til meðferðar hana til athugunar sem
og önnur fylgirit skýrslunnar svo sem verið hefur.
Hef ég tengt safnaðaruppbyggingu undirbúningi að kristnithátíðarafmælinu
árið 2000 með enn markvissara hætti með því að fela séra Emi Bárði Jónssyni að starfa
með nefnd þeirri, sem ég skipaði að beiðni kirkjuþings og vinnur að þessum málum
Hélt sú nefnd ágætan fund á Þingvöllum og bauð gesturn til þátttöku. Kom margt gott
fram, sem síðan verður unnið úr. Einn þátttakendanna í því hugflæði, sem átti sér stað á
Þingvöllum, var Erlendur Sveinsson, en hann undirbýr gerð kvikmyndar um sögu
19