Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 25
kristni á íslandi í þessi þúsund ár. Nefnir hann verk sitt LIFSSAGA ÞJÓÐAR og
hefur þegar unnið mikið starf og fylgir skýrslu þessari útdráttur nokkurra þátta undir-
búningsstarfs Erlendar. Er hann að leita eftir stuðningi bæði innanlands sem utan við
gerð myndarinnar, og hefur kirkjuráð veitt nokkurt fé til þess.
Þá mætti einnig á síðasta fund þessarar nefndar dr. Gerald O. Bamey, sem ég hef
fyrr skýrt frá, og er forystumaður Qölmenns hóps, sem horftir dl ársins 2000 með heill
og hag heimsbyggðar fyrir augum. Er skýrsla þeirra hin athyglisverðasta og nefnist
Global 2000 og beinir sjónum jarðarbúa að 2001 og áfram með sérstakri skýrskotun til
leiðtoga þjóða og trúarfylkinga. Er mikill áhugi þessara manna að boða til ráðstefnu á
Þingvöllum árið 2000 og reiknað með mikilli þátttöku erlendis frá. Nefnd kirkjuþings
tók máli hans á yfirvegaðan hátt og lagði áherslu á sérstöku íslend-
inga vegna kristnitökuafmælisins og yrði hvað sem öðru líður sérstök hátíð. Einnig
lagði nefndin áherslu á það, að það hlyti að vera komið að því stigi, að ákvörðun yrði
tekin til annarrar hvorrar áttar en tími bollalegginga um hugsanlegt mót hvíldi á
raunveruleika aðstæðnanna.
En á svokölluðum höfuðbiskupafundi í Osló í haust, þar sem ég gaf m.a. skýrslu
um undirbúning okkar og áform, kom eindregin ósk frá öllum hinum þjóðkirkjunum, að
við byðum þeim til þátttöku. Tel ég slíkt sjálfsagt og þá með sérstökum hætti lögð
áhersla á tengsl kristniboðs og ákvarðana á Alþingi árið 1000 (eða 999) við Noreg.
En það er kominn tími til þess fýrir okkur að koma með ákveðnar tillögur
varðandi atferli árið 2000 með sérstöku tilliti til áranna þangað til. Og þarf ekki að benda
á, hve tíminn hefur lag á því að renna hraðar en vænst var, þegar horft er fram til
ákveðinna þátta.
En ég legg enn áherslu á starf að Kristnisögu að forsjá Alþingis og þýðingu
Gamla testamentisins í samvinnu HÍB og guðfræðistofnunar með stuðningi Háskóla
/ /
Islands. Abyrgð verksins hvílir á Biblíufélaginu, sem hefur notið styrks á fjárlögum.
ítreka ég orð mín frá yfirlitsskýrslunni við semingu kirkjuþings í gær, að það er framlag,
sem ekki á að vera innifalið í kirkjumálasjóðnum, þar sem það rennur til verks, sem
öllum er ætlað að njóta en ekki aðeins að unnið sé á vegum Þjóðkirig'unnar. Hafa
kirkjuþingsmenn þegið fyrstu bók þessa verkefnis með þýðingu fimm rita að gjöf frá
HÍB, og ítreka ég óskir um að fá athugasemdir og ábendingar fyrr en Biblían verður
endanlega gefin út.
Allar vonir standa til að Kristnisagan komi út samkvæmt áætlun og hefur
stuðningur Alþingis í engu verið skertur. Vona ég hið sama um Gamla testamentið.
Einnig er hafinn undirbúningur á útgáfu af nýrri þýðingu Apókryfu bókanna, en þær
20