Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 26
hafa ekki komið út lengi. Er þama um merkt framtak að ræða, og eru þýðendur úr
frummálinu þeir dr. Jón Sveinbjömsson og séra Ámi Bergur Sigurbjömsson.
Aður en fjallað verður um einstök mál síðasta kirkjuþings og affeiðslu þeirra, vil
ég minna á starf og umræður kirkjuráðs varðandi Skálholt. Við lestur fundargerða
sést, hve stór hluti af starfi ráðsins hefur farið í umræður um stað, skóla, framtíð,
skipulagningu og Qármál. Er það ekki óeðlilegt, svo stóran sess skipar Skálholt í vitund
þjóðar og kirkju og með sérstökum hætti heyrir allt undir biskup og kirkjuráð varðandi
staðinn. Þó er vonandi, að einhver þáttaskil verði um stöðugar umræður kirkjuráðs og
forsjá, þegar vígslubiskup hefur tekið við forystu um ýmiss mál og ber á þeim ábyrgð
gagnvart biskupi/kirkjuráði. Standa vonir til þessara breytinga nú þegar um næstu
áramóL Hefði þurft að vera hrundið í framkvæmd fyrr, en bæði var beðið eftir skýrslu
Skálholtsnefndar og veikindi vígslubiskups í Skál-holti settu einnig strík í
reikninginn. Ekki verður ítarlega fjallað um málefnin í þessari skýrslu, þar sem tillögur
Skálholtsnefndar verða ræddar á þinginu. Þess skal þó getið, að ábúendaskipti hafa
orðið í Skálholti, María Eiríksdóttir og Bjöm Erlendsson hurfu af staðnum efdr farsæl
störf og var þakkað sem verðugt er, en við tóku Signý Berglind Guðmundsdóttir og
Guttormur Bjamason.
Önnur mál frá síðasta kirkjuþingi:
4. mál kþ. Starfsmannahandbókin, er væntanleg eins og þegar hefur komið
fram Lagt er til, að héraðssjóðir kaupi eintök handa einstökum sóknum
5. mál kþ. Þjónusta í þágu fatlaðra. Biskup lagði það fyrir fjárlaganefnd.
Fræðslutjóri, dr. Bjöm Bjömsson fjallaði einnig um málið vegna ályktunar Sjálfsbjargar,
þar sem hann lagði áherslu á, að ætlunin væri með starfi sérstaks prests/djákna að
þessum málum að efla tengsl fatlaðra við heimasöfnuði sína.
6. og 22. mál kþ. Endurskoðun á lögum um sóknarnefndir og
verkaskipting sóknarprests og sóknarnefndar. Tillögur nefndar verða lagðar
fram sem sérstakt þingmál.
7. mál kþ. Hinn almenni kirkjusjóður. Tillaga verður lögð fram af nefnd, sem
fjallaði um málið.
8. mál kþ. Um embætti og þjónustu í kirkjunni. Málið sent nefnd, sem
endurskoðar lögin frá 1990 um skipan prestakalla og prófastsdæma og starfsmenn
Þjóðkirkjunnar. Skýrsla þeirrar nefndar verður lögð fyrir kirkjuþing.
9. mál kþ. Frumvarp til Iaga um kirkjuþing og kirkjuráð var sent ráðherra og
kirkjulaganefnd. Starfi nefndarinnar hefur ekki miðað, þar sem sá nefndarmanna, sem
21