Gerðir kirkjuþings - 1993, Síða 35
BISKUPSSTOFA
SUOURGÖTU 22 - 150 REYKJAVÍK
UTANRÍKISNEFND
SKÝRSLA TIL KIRKJUÞINGS 1993.
Utanríkisnefnd er biskupi til ráðgjafar og aðstoðar varðandi
erlend samskipti og samkirkjulegt starf þjóðkirkjunnar.
Utanrikisnefnd skipa, dr. Björn Björnsson, formaður, séra
Guðmundur Þorsteinsson, Margrét Heinreksdóttir, Sigriður Anna
Þórðardóttir og séra Þorbjörn Hlynur Árnason, sem er ritari
nefndarinnar.
í september á siðastliðnu ári var haldið þing Kirknasambands
Evrópu i Prag i þáverandi Tékkóslóvakiu. Þessa var getið i
skýrslu til kirkjuþings á siðasta ári, en fjallað var um málefni
þingsins i grein er biskupsritari skrifaði i Kirkjuritið á
siðastliðnu vori. í þvi sama Kirkjuriti má einnig finna grein er
séra Maria Ágústdóttir skrifaði um ráðstefnu um málefni ungs
fólks i kirkjum Evrópu, er hún sótt i Riga i Lettlandi i nóvember
siðastliðnum.
Ekki er jafn margt tiðinda af erlendum samskiptum og á
siðastliðnu ári, þegar hér á íslandi var haldinn hver
stórfundurinn á fætur öðrum með þáttöku erlendra gesta, sbr.
skýrslu siðasta árs. Þá var sagt frá heimsókn kirkjuleiðtoga frá
Afriku, er taka þátt i samvinnuverkefni svonefndrar Sadcc landa
og Norðurlandanna. Þessi samvinna hefur leitt af sér, að á næsta
ári verður haldin hér á landi ráðstefna um málefni kvenna i
kirkjunum og verða þar meðal þáttakenda að minnsta kosti fimmtán
konur frá Afrikukirkjunum.
í júli siðastliðnum kom séra Munib Younan, prestur i
Lúthersku kirkjunni i Palelstinu i heimsókn til íslands, i boði
Utanrikisnefndar og félagsins Ísland-Palestina. Séra Younan hitti
að máli forseta íslands og dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann
hélt opinberan fyrirlestur um stöðu kirknanna i Palestinu og
pólitiskt ástand i heimalandi sinu. Þá átti hann fundi með
Utanrikisnefnd og predikaði við messu i Hallgrimskirkju.
Ársfundur Nordiska Ekumeniska Rádet var haldinn i Finnlandi
i endaðan mai. Dr. Björn Björnsson, formaður Utanrikisnefndar og
séra Þorbjörn Hlynur Árnason, biskupsritari, sóttu fundinn. Eitt
aðalefni fundarins var samband rikis og kirkju i ljósi breyttra
aðstæðna i Evrópu. Þess má geta, að NER hefur að nýju tekið að
bjóða fram styrki til námsdvalar i Uppsölum og dvelst nú séra
Sigriður Guðmarsdóttir á Súgandafirði þar við fræðistörf.
Stærsti viðburður i samkirkjulegu starfi á þessu ári er
fimmta heimsþingið um trú og skipulag, sem háð var i Santiago de
Compostella á Spáni i ágúst siðastliðnum, á vegum
Alkirkjuráðsins. Dr. Einar Sigurbjörnsson sat þingið fyrir hönd
fslensku kirkjunnar, en dr. Einar sat um árabil i trúar- og
skipulagsnefnd Alkirkjuráðsins. Dr. Eínar hefur skilað
greinargerð um þingið til Utanrikisnefndar og fylgir hún með
þessari skýrslu Utanrikisnefndar til kirkjuþings.
30