Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 36
Fimmta heimsþing um trú og skipulag
Santiago de Compostela 4.-13. ágúst 1993
Skýrsla send utanríkisnefnd íslensku þjóðkirkjunnar
frá Einari Sigurbjömssyni
Dagana 4. - 13. ágúst sat ég sem fulltrúi íslensku þjóðkirkjunnar heimsþing um trú og
skipulag — Fifth World Conference on Faith and Order — sem haldið var í Santiago de
Compostela á Spáni. Þetta heimsþing var hið frmmta sinnar tegundar en hið fyrsta var
haldið í Lausanne 1927. Annað heimsþingið var haldið í Edinborg 1937, hið þriðja í
Lundi 1952 og hið fjórða í Montreal 1963. Það var mér mikill heiður að fá að sitja þetta
þing. Kona mín, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, guðfræðingur, var með mér og fékk að
sitja alla reglulega þingfundi sem áheymarfulltrúi.
Hér á eftir fer skýrsla mín til utanríkisnefndar þjóðkirkjunnar.
I
Þetta fírnmta heimsþing um trú og skipulag var haldið í borginni Santiago de Compostela
sem er á Norðvestur Spáni, í héraðinu Galisíu. Santiago er fræg pílagrímaborg. Sam-
kvæmt fomum helgisögum var Jakobi postula Sebedeussyni úthlutaður kristniboðsakur á
Spáni og boðaði hann trúna þar um tíma, en varð að hverfa aftur austur til Jerúsalem. Þar
var hann hálshöggvinn og varð hinn fyrsti postulanna til að láta lífið fyrir trúna og er
skýrt frá því í Postulasögunni (12.2). Þá tekur helgisagan aftur við og segir, að trúfastir
lærisveinar hans haft flutt líkamann vestur til Spánar og búið honum gröf, þar sem hann
hafði þjónað. Síðan á gröfin að hafa fallið í gleymsku, þar til á 7., 8. öld, að einsetu-
maður nokkur fékk vitrun um, hvar hana væri að finna og sá í sýn hvar stjama lýsti yfir
akur. Lét hann grafa þar sem stjaman sagði fyrir um og fann líkamsleifar postulans.
Kirkja var reist yfir gröfmni og tók hún fljótlega að laða að sér pflagríma. Heiti kirkjunn-
ar, Santiago, Heilagur Jakob, fór yfir á bæinn sem hún stóð í og umhverfíð dregur nafn
af stjömunni, Compostela = campus stellae, stjömuakur. Borgin náði mikilli frægð,
þegar Landið helga lokaðist á 12. öld. Þá ga^i pflagrímar haldið til Spánar og vitjað grafar
31