Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 37
postulans í Santiago. Einn íslendingur, Hrafn Sveinbjamarson, vitjaði heilags Jakobs í
lok 12. aldar, er hann fór í mikla pílagrímaferð til helstu helgistaða í Evrópu samkvæmt
því sem segir í Sturlungu. Hugsanlega hafa fleiri íslendingar vitjað postulans á
miðöldum.
Enn dregur Jakob postuli fjölda pflagríma, ekki síst á þessu Herrans ári. Þá bar
Jakobsmessu, 25. júlí, upp á sunnudag, og þegar svo stendur á er kallað heilagt ár í Sant-
iago og pflagrímum heitið allsherjar aflátum skv. boðskap páfans sem hengdur var upp á
mörgum stöðum víðs vegar um borgina. Slíkur boðskapur virðist enn hafa hljómgrunn
þama syðra, því að borgin var full af pflagrímum á öllum aldri og víða að úr heiminum.
Það vakti óneitanlega skrýmar kenndir að sjá fólk við þær guðræknisiðkanir sem þama
tíðkast. Fyrirheit um aflát stakk í augun og hugurinn rann aftur á 16. öld. Auðvelt var að
taka undir með prófessor Duncan Forrester frá Edinborg sem sagðist halda, að Spánveijar
væm í mikilli þörf fyrii' siðbótina — in need of the Reformation! A hinn bóginn var und-
arlegt að hugsa til þess að þama er staður sem á sér samfellda hefð í tilbeiðslu og pfla-
grímaferðum jafnlanga íslandssögunni eða frá því um miðja 9. öld.
Hvað sem segja má um þetta að öðm leyti, hafði það ákveðna táknræna merkingu að
velja Santiago sem stað fyrir þetta heimsþing. Alkirkjuráðið og deildir þess em hluti hinn-
ar samkirkjulegu hreyfingar og undanfari nefndar um trú og skipulag (Commission on
Faith and Order) var hreyfmg um trú og skipulag (Faith and Order Movement). Hreyfing
stendur ekki í stað, heldur er hún á ferð. Að því leyti lflcist hún pflagrími sem ferðast til
ákveðins staðar til þess að sækja trú sinni næringu og endumýjun. Jarðneskur ákvörðun-
arstaður pflagrímsins er hins vegar ekki annað en áfangastaður á för hans til Paradísar,
þar sem bíður gisting við sigursöng. Á sama hátt lítur samkirkjulega hreyfmgin ekki á
kirkjuklofninginn sem varanlegt ástand og lítur ekki á fund sundraðrar kirkju sem ákvörð-
unarstað, heldur sem áfanga á leið til fullrar einingar. Staðarvalið ítrekaði þessa sýn og
þessa skuldbindingu.
í Santiago sá maður óneitanlega mikinn vitnisburð um þá rómversku sigurhyggju sem
gerir ekki greinarmun á kirkjunni in via og in patria, heldur áhfur að fóðurlandinu sé náð
og sigur fenginn í skjóli kirkjunnar á jörðu. Samt sem áður megnaði Santiago að minna
okkur á ferðina í áttina að ákvörðunarstaðnum og þeir sem stóðu að þinginu gerðu sér far
um að minna okkur fulltrúana á það. Þingið var þá liður í því að hvetja kirkjur heimsins til
baráttu fyrir einingu, friði og sáttargjörð sín í millum og milli þjóða heimsins.
Gestgjafar þingsins voru hin rómversk-kaþólska kirkja Spánar svo og hinar fámennu
spænsku mótmælendakirkjur. Það að sú rómverska kirkja Spánar og mómælendakirkj-
umar skyldu geta sameinast um þetta verkefni var eitt út af fyrir sig mikilvægt skref.
Mótmælendur hafa átt harða ævi á Spáni og fram undir þetta verið ofsóttir, en njóta nú
fulls trúfrelsis.
32