Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 38
II
Þingið í Santiago var mjög fjölmennt. Fulltrúar voru alls um 350. Auk þess voru upp
undir 100 ráðgjafar, um 20 ungir guðfræðingar og um 100 þjónar eða stewards. Þá var
líka stór hópur blaðamanna, áheymarfulltrúa,tæknimanna og túlka. Allur undirbúningur
þingsins hafði verið mjög til fyrirmyndar, svo að allt gekk snurðulaust. Ýmsar nefndir
höfðu starfað að undirbúningi og skipulagi, m.a. sérstök guðsþjónustunefnd. Allar ræður
fyrirlesaranna þurftu að liggja fyrir í nokkrum þýðingum og annaðist þýðingardeild Al-
kirkjuráðsins þá vinnu alla. Sérstök nefnd sá svo um dagskrá og um að raða fólki í hópa,
þar sem leitast var við að taka úllit til jafnrar skiptingar milli heimshluta, kirkjudeilda og
kynja. Hinsta ábyrgð hvíldi á Trúar- og skipulagsmáladeild Alkirkjuráðins og starfs-
mönnum hennar, framkvæmdastjóranum dr. Giinther Gassmann og skrifstofustjóranum
frú Renate Sbhegen. Allt þetta fólk á þakkir skyldar fyrir mikla og góða vinnu.
A þessu þingi kom lskýrt í ljós sú mikla breyting sem orðin er á hinni samkirkjulegu
hreyfingu. Þegar hún hófst og fyrsta heimsþing um trú og skipulag var haldið árið 1927,
voru mótmælendakirkjur Evrópu og Norður-.Ameriku í meirihluta. Orþodoxar kirkjur úr
Austur-Evrópu voru lika aðilar að hreyfingunni, en samt sem áður mótaði evrópsk mót-
mælendaguðfræði alla umræðu innan hreyfingarinnar á mótunarárum hennar og allt fram
á 7. áratuginn. Þá tóku breytingar að verða og gætti þeirra þegar á heimsþinginu í
Montreal 1963. Þá fjölgaði orþodoxum þátttakendum og þar átti rómversk-kaþólska kirkj-
an virka áheymarfulltrúa. Hún gerðist svo árið 1967 formlegur aðili að Trúar- og skipu-
lagsmálanefnd Alkirkjuráðsins og hefur tekið virkan þátt í störfum hennar síðan. Núna
átti rómversk-kaþólska kirkjan í fyrsta sinn fulltrúa á heimsþingi um trú og skipulag.
Rómversk-kaþólsku fulltrúamir vom margir og vom þeir af mörgum þjóðemum, jafnt
karlar sem konur.
Þá hefur hlutfall fulltrúa kirkna úr öðmm heimshlutum en Evrópu og Ameríku líka
vaxrð mjög og vom þeir vemlegur hluti fulltrúa á þessu þingi. Á þessu þingi var líka
meiri fjöldi kvenna meðal fulltrúa en áður og komu þær úr öllum heimsálfum og af mörg-
um kirkjudeildum, líka frá orþodoxum kirkjum. Þá vom á þessu þingi nokkrir fulltrúar
hvítasunnukirkna, Hjálpræðisherinn sendi ofursta á vettvang og kvekarar áttu áheymar-
fulltrúa.
Heimsástandið setti lika svip sinn á þingið. Heimskommúnisminn hefur fallið og gjör-
breytt aðstæðum kristinna manna í Austur-Evrópu. Orþodoxu kirkjumar þar líta með
ákveðnum gmnsemdum á Vesturlönd og vesturlenskar kirkjur og telja, að of mikið kveði
að því að þær vinni að kristniboði þar eystra í stað þess að hjálpa sér við að koma undir
sig fótunum að nýju við breyttar aðstæður. Afnám kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar í
Suður-Afríku kom og á dagskrá. Loks var ástandið í fyrrverandi Júgoslavíu áhyggjuefni
sem margir þátttakendur reifuðu í máli sín3®g þá ekki síður í samtölum utan fundarsala.
33