Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 39
Þar er um að ræða átök sem eru meira en stjómmála- og þjóðemisátök, heldur skiptir trú-
in þama miklu máli.
Til viðbótar má nefna það sem sumir hafa nefnt haustið ef ekki hreinlega vetminn í
samkirkjulegri viðleitni. Sá kuldi sem virðist hafa ríkt undanfarið hefur kallað fram um-
ræður um hvort hreyfingamar sem Alkirkjuráðið var stofnað út frá, annars vegar Líf og
starf og hins vegar Trú og skipulag, geti staifað saman og hvort Alkirkjuráðið eigi ekki að
gefa hefðbundnar spumingar á sviði trúar og skipulags upp á bátinn og vera aðeins hreyf-
ing um líf og starf eða hagnýtt samstaif kirknanna um ýmis mannúðarmál. í fyrsta hefti
þessa árs af tímariti Alkirkjuráðsins, Ecumenical Review, láta nokkrix höfundar í ljós þá
skoðun, að samkirkjulega hreyfmgin standi nú á krossgötum og framtíð hennar sé mjög
óljós. Það mátti jafnvel lesa milli línanna áhyggju um, að á þinginu í Santiago yrði
ákveðið uppgjör milli þeirra sem vildu halda Trúar- og skipulagsmálanefndinni á þeirri
braut sem hún hefur markað sér undanfama áratugi og þeirra sem vildu fyrst og ffemst sjá
hana sem deild innan Alkirkjuráðsins er gæti alið aðrar deildir og dagskrármálefni þess á
guðfræðilegum undirstöðuatriðum. Það kom ekki til uppgjörs í Santiago og menn vom
sammála um, að það væri ekki hægt að snúa við á þeirri leið sem mörkuð hafi verið með
stofnun .ALirkjuráðsins. í boðskap heimsþingsins segir um þetta á þessa leið:
Vér yfirgefum Santiago nú með endumýjaðri skuldbindingu og nýjum eldmóði gagnvart hinni sam-
kirkjulegu sýn. Vér segjum við kirkjumar: Það er ekki hœgt að snúa við hvorki frá takmarkinu um
sýnilega einingu né frá hinni einu samkirkjulegu hreyfingu sem sameinar umhyggjuna fyrir einingu
kirkjunnar og umhyggjuna fyrir þátttöku í málefnum heimsins.
III
Yfirskrift þessa heimsþings var / átt til samfélags — koinonia — í trú, lífi og vitnisburði
(Towards Koinonia in Faith, Life and Witness). Fyrir þinginu lá texti sem hafði sama
heiti og hafði verið undirbúinn af til þess settri nefnd og var hann notaður til grundvallar
umræðum.
Hugtakið koinonia var þannig inntak allrar umræðu á þinginu og var það sett í tengsl
við þau viðfangsefni sem Trúar- og skipulagsmálanefndin hefur fengist við undanfarin ár.
Koinonia tjáir framtíðarsýnina um, að vaxandi skilningur á inntaki kristinnar trúar, guðs-
þjónustu- og kirkjulífi og þjónusm og vitnisburðarhlutverki kristinna manna í heiminum
megi leiða til einingar. Þess vegna fólst hreyfmg í yfirskriftinni: í átt til samfélags í trú lífi
og vimisburði — Towards koinonia in Faith, Life and Witness.
Samfélag í trú merkir sameiginlega trúaijátningu. Kristin trúaijátning, merking hennar,
gildi og tjáning í kirkju nútímans hefur verið eitt meginverkefni Trúar- og skipulagsmála-
nefndarinnar undanfarinn áramg. Nefnist það verkefni, J átt til sameiginlegrar tjáningar á
postullegri trú fyrir nútímann“ (Towards the Common Expression of the Apostolic Faith
Today). Markmiðið með þessu verkefni er áð ná fram sameiginlegum skilningi kirknanna
34