Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 40
á því sem nefnist „postulleg trú.“ Er gengið út frá Níkeujátningunni eða Níkeu-Konstanti-
nópeljámingunni, sem er sú tjáning postullegrar trúar sem meirihluti kirkna viðurkennir
og þ.a.l. hluti hins sameiginlega arfs kirkjunnar í heild. Er fyrsta stigið talið vera túlkun
— explication — postullegrar trúar út frá Níkeujátningunni, annað stigið er spumingin
um viðurkenningu — reception — og lokastigið á að vera sameiginleg tjáning —
common expression. Hvað það felur í sér er ekki vel ljóst. Ýmist tala menn um guðsþjón-
ustuathöfn eða hreinlega um nýja játningu. Það hefur verið gefið út námshefti, Study
Document, sem er útlegging á Níkeujámingunni og nefnist það Confessing the One Faith.
An Ecumenical Explication ofthe Apostolic Faith as it is Confessed in the Niecene-Con-
stantinopolitan Creed (381). A heimsþinginu var þetta verkefni metið og lagt til, að áfram
verði unnið með það í von um, að kirkjumar vaxi saman í sameiginlegri trúarjátningu.
Jafnframt var ítrekað, að trúarjátning tekur ekki aðeins til orða, heldur og til gjörða í ljósi
þeirra vandamála sem mannkyn stendur frammi fyrir.
Hugtakið líf tekur hér til sameiginlegs lífs kirknanna einkum á sviði guðsþjónustunn-
ar. Það er einmitt á þeim vettvangi, sem kirkjumar mætast sem kirkjur og klofningurinn
blasir við hvað sárast. Kirkjur viðurkenna ekki skím hver annarrar og geta ekki gengið til
altaris hver hjá annarri ýmist vegna ólíks skilnings á altarissakramentinu eða af því að þær
viðurkenna ekki embætti hver annarrar. Limaskýrslan, Skírn, máltíð Drottins, þjónusta,
sem samþykkt var á fundi nefndarinnar í Lima, Perú árið 1982, geymir niðurstöður 50
ára viðræðna um þessi ágreiningsatriði milli kirknanna og hefur notið meiri vinsælda en
nokkurt rit samkirkjuhreyfingarinnar fyrr og síðar. Samt sem áður hefur sáralítið gerst
viðvíkjandi gagnkvæmri viðurkenningu sakramenta og þjónustu. Þingið samþykkti á-
minningu til kirknanna um að vinna að slíkri viðurkenningu í nánustu framtíð. í boðskap
þingsins eru bein tilmæli til kirkna um að láta af endurskírn, hefja raunhæfa vinnu að því
að opna altarisborð sín og viðurkenna þjónustu hver annarrar. Með því móti væri hægt að
sýna fram á samfélag í lífi. Það er hins vegar ljóst, að þama er róðurinn þungur.
Loks er hugtakið vitnisburður. Þar undir heyrir umhyggja fyrir sköpun heimsins, bar-
átta fyrir réttlæti og friði og kristniboðið í því skyni að kalla alla menn til samfélags við
Guð, sem allur heimurinn er skapaður til. Um það hefur nefndin fjallað og er sýnilegan
árangur þeirrar umfjöllunar að finna í bókinni Church and World. The Unity of the
Church and the Renewal of the Human Community. Þar er gengið út frá því, að sundr-
ung kristinna manna og spilling í mannlegum samskiptum séu greinar á sama meiði. Því
verði spumingin um kirkjulega einingu ekki aðgreind frá spumingunni um endumýjun
mannfélagsins, enda sé köllun kirkjunnar sú sama og köllun manna yfirleitt hvort sem
hugsað er út frá sköpuninni, frelsuninni fyrir Krist eða helguninni í heilögum anda.
Það er athyglisvert, hversu þrenningarguðfræðin myndar uppistöðuna í allri umfjöllun
þessa þings um samfélag í trú, lífi og vitnisburði. Það er einmitt mjög einkennandi fyrir
samkirkjulega guðfræði nútímans, að hvan^etna er leitast við að nálgast guðfræðileg og
35