Gerðir kirkjuþings - 1993, Síða 41
siðferðileg málefni út frá heilagri þrenningu sem ekki aðeins er þá trúaratriði, heldur og
eins konar fyrirmynd eða líkan. Koinonia, samfélag, er einmitt virkt hugtak, af því að
Guð er sjálfur samfélag. Að maðurinn er skapaður eftir Guðs mynd merkir, að hann er
skapaður sem samfélag (karl og kona) og til samfélags, sem merkir gagnkvæmni, þjón-
ustu, umhyggju, ást. Ut frá þessu myndar bænin og guðsþjónustulífið mikla uppistöðu í
allri umfjöllun. Hvort sem um er að ræða trú, líf eða vitnisburð stöndum við frammi fyrir
Guði, fóður og syni og heilögum anda, sem hefur skapað heiminn, frelsað hann og helg-
að. Það var líka ríkulegt bæna- og guðsþjónustulíf á þessu heimsþingi og hafði sérstök
nefnd undirbúið það. Sérhvem morgun var morgunbæn með biblíulestri, þar sem pró-
fessor Frances Young frá Birmingham hugleiddi Galatabréfið. Á hverju kvöldi voru
kvöldbænir, flestar undir stjóm systur Heidi frá systrafélaginu í Grandchamps, Sviss. Þá
má og nefna hina hátíðlegu semingarguðsþjónusm þingsins í Dómkirkjunni í Santiago og
eins lokaguðsþjónustuna í Fransiskusarkirkjunni. Við allar þessar athafnir var mikið
sungið og söngvamir víðs vegar að úr kristninni. Mikið kvað að afrískri, suður-amerískri
og asískri tónlist. Sérstakur söngflokkur leiddi sönginn við guðsþjónustumar og voru
söngstjórar tveir, kona frá Suður-Ameríku og prestur úr serbnesku kirkjunni í Bandaríkj-
unum. Þau æfðu söngva í upphafi hverrar guðsþjónustu og raddir þeirra voru svo sterk-
ar, að þau þurfm enga hátalara í stóm dómkirkjunni hvað þá minni byggingum.
GuðsþjónustuKfið myndaði einingu milli þátttakenda. Um leið opinberaðist sundrung-
in á líkama Krists í kringum guðsþjónustulífið: Borð Drottins var dúkað á þijá mismun-
andi vegu og hver hópur kirkna hélt altarisgöngur út af fyrir sig. Spænsku mótmælenda-
kirkjumar buðu til messu með altarisgöngu og var hún haldin í kirkju Fransiskana í
Santiago. Það þótti mikilsvert samkirkjulegt skref, að sú kirkja skyldi lánuð undir mót-
mælendaguðsþjónustu. En þingið samþykkti eindregin tilmæli til kirkna um að vinna í
alvöru að því að opna altarisborðið fyrir hver aðra.
IV
Dagskrá þingsins var með þeim hætti, að fyrstu tvo dagana vom fundir sameinaðs þings
(plenum), þar sem efni þingsins vom kynnt í framsöguerindum. Á þriðja degi hófst vinna
í hópum (groups) og deildum (sections). Deildimar vom þijár. Fyrsta hafði til umfjöllun-
ar samfélag í trúnni, önnur samfélag í lífi og sú þriðja samfélag í vitnisburði. Ég sat í
fyrstu deildinni, þar eð ég hef nokkur undanfarin ár tekið þátt í norrænum hópi, sem
hefur fengist við verkefnið postulleg trú. Hópurinn sem ég sat í hafði til meðferðar spum-
inguna um vald í kirkjunni.
Hóp- og deildavinna tók fjóra daga. Hver hópur skilaði áliti og vom hópálitin rædd á
deildarfundum og úr þeim umræðum unnið deildarálit, sem lögð voru fyrir sameinað
þing. Sameinað þing sat síðustu þrjá dagai^. Þá vom ályktanir deildanna rædd og sam-
36