Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 42
þykkt og loks boðskapur þingsins. Inn á milli var skotið umræðu um framtíð samkirkju-
legu hreyfingarinnar.
Meðan á hóp- og deildarvinnu stóð voru einnig haldnar sérráðstefnur. Konur meðal
þátttakenda héldu sérstakan fund, orþodoxir fulltrúar einnig svo og ungir guðfræðingar.
Þá voru svæðisfundir haldnir og tókum við norrænu þátttakendumir, en við vorum 13
talsins, þátt í svæðisfundi með Evrópubúum, en ákváðum að hafa sérstakan svæðisfund
fyrir okkur, þar sem samþykkt var að halda eins konar eftirráðstefnu um Santiago í mars
á næsta ári.
Fyrsta daginn var hátíðleg setningarathöfn. Framkvæmdastjóri Trúar- og skipulags-
máladeildar Alkirkjuráðsins, dr. Gúnther Gassmann, flutti skýrslu um starfsemi nefndar
og deildar um trú og skipulag síðustu 30 árin. Þá flutti formaður nefndarinnar, dr. Mary
Tanner frá Englandi, semingarræðu sína og gerði þar grein fyrir verkefnunum sem lægju
fyrir heimsþinginu. Að kveldi fyrsta dagsins var hátíðleg opnunarguðsþjónusta í dóm-
kirkjunni, þar sem erkibiskupinn í Tarragona prédikaði. Við þá guðsþjónustu var notað
reykelsisker, sem notað er við messur, þegar tekið er á móti pílagrímum. Það er geysi-
stórt og stjóma því 8 fílefldir karlmenn. Nefnist það Botafumeiro og er eitt af táknum
Santiago. Meðan því er veifað er sunginn sigursöngur heilags Jakobs, sem að sögn hefur
næsta hemaðarlegt inntak og lögð áhersla á hlutdeild Jakobs í ýmsum sigrum spænsku
þjóðarinnar gegn óvinum heilagrar trúar. Þetta var mjög hátíðlegt og var þinginu sýnd
mikil virðing með því að taka á móti þingfulltrúum eins og öðmm pflagrímum. Hins
vegar fór söngtextinn mikið í taugamar á nokkrum fulltrúum, sérstaklega þó fulltrúum
spænskra mótmælenda. Einn fulltrúi þeirra lét tilfmningar sínar í ljós utan dagskrár á
þinginu daginn eftir og minnti á, að spænskir mótmælendur hefðu þar til fyrir nokkmm
árum verið meðal þeirra óvina trúarinnar sem heilagur Jakob var beðinn um að útrýma.
V
í setningarræðu sinni flokkaði formaðurinn, dr. Mary Tanner verkefni þingsins í þrennt. í
fyrsta lagi væri um að ræða uppskeru (harvesting), í öðru lagi endurskoðun og í þriðja
lagi mótun dagskrár fyrir næsta tímabil Trúar- og skipulagsmálanefndarinnar. Heimsþing,
sagði formaðurinn, er ákveðinn áfangi. Þá er uppskorið og metið það sem á undan er
gengið, mótuð sýn til framtíðar og loks settar niður hlutstæðar tillögur um hvemig unnið
skuli að framgangi mála í framtíðinni.
Aðalfyrirlesarar þingsins voru prófessor John Reumann frá lútherska guðfræðiskólan-
um í Fíladelfíu, prófessor John Zizioulas, frá Aþenu, titlaður erkibiskupinn eða metro-
pólítinn af Pergamon, og Desmond Tutu, erkibiskup frá Suður-Afríku. Þá fluttu aðrir
styttri ræður um efni þingsins eða gerðu athugasmendir við ræður höfuðræðumannanna.
Þeir ræðumenn voru víðs vegar að úr heim&^jm og reynt var að hafa jafna skipdngu milli
37