Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 43
karla og kvenna. Undir lok þingsins var fjallað um framtíð samkirkjuhreyfingarinnar og
um það efni fjölluðu m.a. þau dr. Anna Marie Aagaard, sem situr í fhamkvæmdanefnd AI-
kirkjuráðsins, dr. Konrad Raiser, framkvæmdastjóri AUcirkjuráðsins, armenski erki-
biskupinn Aram Keshishian frá Líbanon, sem er formaður miðnefndar Alkirkjuráðsins,
svo og Edward Cassidy, kardináli, frá einingarskrifstofu páfastóls. Þinginu bárust sér-
stakar kveðjur frá Jóhannesi Páli páfa, og Bartolomeusi, patríarka í Konstantinópel, en
hann átti í nokkur ár sæti í Trúar- og skipulagsmálanefnd Alkirkjuráðsins.
Prófessor Reumann fjallaði um hugtakið koinonia í Biblíunni og kannaði í því sam-
bandi ákveðna ritningarstaði. Desmond Tutu ræddi af spámannlegum eldmóði um hlut-
verk kirkjunnar. Ræða hans var mögnuð og hvatti hann kirkjumar til árvekni og baráttu.
Lýsti ræða hans miklum trúarhita, en jafnframt skein í gegn ákveðin áhyggja yfir því, að
nýfengið frelsi gæti endað með blóðbaði. Hlutverk kirknanna væri enn sem fyrr að vinna
að einingu og sáttargjörð.
Það var erfitt fyrir John Zizioulas að stíga í pontu næstur eftir honum og halda fyrir-
lestur um þunga guðfræði. En fyrirlestur hans var að minni hyggju það besta sem flutt var
á heimsþinginu. Zizioulas er orþodox og fjallaði fyrirlesmr hans um kirkjuna sem samfél-
ag. Þegar hugtakið koinonia er notað um kirkjuna, verður að nota það í guðfræðilegri
merkingu, sagði Zizioulas. Sú merking byggist á leyndardómi heilagrar þrenningar. Hann
notaði hugtakið til að skýra eðli og hlutverk kirkjunnar og taldi, að með hjálp þess væri
hægt að nálgast einingu og fjölbreytni í kirkjunni. Allt í kirkjunni miðast við tengsl eða af-
stæður (relations). Allt skipulag, vald og kristniboð er þá afstæðukennt, relational. Þessi
nálgun út frá afstæðum fannst mér afar áhugaverð.
Þau sem fjölluðu um framtíð samkirkjuhreyfingarinnar voru sammála um, að hreyf-
ingin ætti sér framtíð og Trúar- og skipulagsmálanefndin ætti áfram samleið með henni.
VI
Boðskapur þingsins (Message) var samþykktur undir lok þess. Hann er eins og nafnið
gefur til kynna ffemur hvatning til kirknanna en bein niðurstaða eða ályktun þingsins. En
boðskapurinn fylgir þeim umræðum og ályktunum sem komu fram á þinginu. Boðskap-
urinn var ekki einróma samþykktur, heldur greiddu nokkrir fulltrúar orþodoxu kirkjunnar
atkvæði gegn honum. Ástæðan var sú, að þeir töldu, að í boðskapnum væri fjallað á
jákvæðan hátt um karismatískar kirkjur og sagt, að þær hefðu margt fram að færa er gæti
stuðlað að kirkjulegri endumýjun. Þessir fulltrúar töldu, að í boðskapnum ætti að taka á
því vandamáli sem framferði ákveðinna karismatískra kirkna er í Austur-Evrópu. Fulltrú-
ar orþodoxra frá Vestur-Evrópu og Ameríku voru greinilega ekki á sama máli og greiddu
ályktuninni atkvæði og birtist þama ákveðin sundrung í þeinra röðum milli orþodoxra sem
aldir em upp á Vesturlöndum og þeirra serrxbúsettir em eystra.
38