Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 50
Heilög skírn
Inngangur
Meginreglur
Hér fylgir tillaga að formi fyrir skímaratferli. Formið er þrískipt. í fyrsta lagi er form
fyrir ungbamaskím sem hægt er að nota þegar skírt er við messu eða sem sérstaka skím-
arathöfn í kirkju eða á heimili. í öðm lagi er um að ræða form fyrir skímarguðsþjónustu,
sem nota má, þegar mörg böm eru skírð við sérstaka athöfn í kirkju. í þriðja lagi er um
að ræða form fyrir skím fulltíða fólks. Til viðbótar er form fyrir skemmri skím. Að
síðustu er form fyrir lýsingu skemmri skímar í kirkju.
Meginreglan fyrir endurskoðun skímaratferlisins er að leitast við að túlka guðfræðilega
undirstöðu skímarinnar betur en gert er í núgildandi atferli. Samkvæmt kenningu vonrar
kirkju merkir skímin, að Jesús Kristur tekur skímþega að sér sem sitt bam. Jesús er gjör-
andinn í skíminni. Kirkjan er samfélagið þar sem Jesús Kristur starfar og þess vegna er
hún það samhengi þar sem Jesús tekur á móti baminu. í þeim skilningi er skímin inn-
gönguathöfn í kirkjuna.
Skímin er ekki inngönguathöfn í neina sérstaka kirkjudeild, heldur innganga í hina
heilögu, almennu kirkju sem er trúaratriði og er í hverri kirkjudeild um leið og hún nær út
yfir hana. Kirkjan á hverjum stað birtir hina heilögu, almennu kirkju og tekur því við
skímþega fyrir hönd hinnar heiJögu, almennu kirkju. Þess vegna viðurkennum við skím
annarra kirkjudeilda og gemm þá kröfu til þeirra, að þær viðurkenni okkar skím. í sam-
bandi við þetta er líka ítrekað, að trúarjátningin er sú játning sem skímþegi skírist til og
um leið áréttað, að þeir sem eldri em, endumýi þá skímarsáttmála sinn. I ávarpinu eftir
skím er fjallað um inntak skímarinnar og ábyrgð guðfeðgina og kirkjunnar í heild á skím-
þega.
Ef einhver hefur farið á mis við skímina sem bam, getur hann tekið skím síðar á æv-
inni og svarar þá sjálfur fyrir játningu sína. Því fylgir form fyrir skím fulltíða fólks og er
þá líka átt við unglinga á fermingaraldri.
Skírn og nafngjöf
Þegar ungbam er skírt, fer oftast saman skím og skrásetning nafns og sá prestur sem
skírir er um leið sá opinber aðili er ber að gæta þess, að lögum um mannanöfn sé fram-
fylgt. Það er mikilvægt trúnaðarhlutverk presta. Ágreiningur um nöfn hefur oft komið
upp og jafnvel valdið því, að skím hefur verið frestað. Guðfræðilega er ekki hægt að
neita að skíra bam, þótt nafnið samrýmist ekki lögum. Þá verður að koma upp reglu um,
45