Gerðir kirkjuþings - 1993, Síða 54
í skíminni. Jafnframt viljum vér biðja þess, að oss megi auðnast að standa við skuld-
bindingar vorar gagnvart skíminni.
Biðjum saman: Almáttugi faðir, skapari vor. Vér þökkum þér það undur sköpunar
þinnar, sem þú hefur leyft oss að reyna og sjá í þessu barni, þá dýrmætu gjöf sem þú
auðgar oss með og það traust sem þú sýnir oss. Veit hjörtum vomm og höndum hlýju
og alúð, styrk og festu, að vér getum annast það vel og miðlað því af kærleika þínum.
Vér fæmm þér það í trausti til fyrirheita þinna og biðjum: Veit því fyrirheit skímar-
innar. Gef því heilagan anda, að hann veki og glæði allt gott, sem þú hefur fólgið í
sálu þess. Fyrir Jesú Krist, Drottin vom.
Svar:
Amen.
í beinu framhaldi mælir presturinn:
Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann
trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Heilög skím er opinn náðarfaðmur frelsara vors
Jesú Krists. í skíminni tekur hann oss að sér, svo að vér verðum hans eign og böm
vors himneska föður í eilífu ríki hans. Þegar vér nú tökum á móti baminu í söfnuð
vom, gemm vér það fyrir hönd Jesú Krists. Hann felur oss að taka á móti því og
annast það, svo að það megi vaxa í trú, von og kærleika.
Greinargerð: Lagt er til, að skírnarathöfnin hefjist á bæn, sem í senn er þakkarsjörð fyrir þá
gjöf skaparans sem bamið er og fyrirbæn fyrir athöfninni og ávöxtum hennar. Bænin er í núgiid-
andi skímarfomi. Bæninni fylgir ávarp, þar sem grundvallaratriði skímarinnar eru útskýrð í stuttu
máli og ítrekuð sú skuldbinding sem söfnuðurinn tekur á sig með skíminni.
3. Ritningarlestur
Presturinn:
Heyrum vimisburð Heilagrar ritningar um heilaga skím.
Þannig skipar Jesús fyrir um skímina: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið
því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags
anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla
daga, allt til enda veraldar.“ (Mt 28.18-20)
Presturinn:
Að Jesús elskar bömin og ætlar þau til samfélags í Guðs ríki sýnir oss þessi frásögn
úr Markúsarguðspjalli er svo hljóðar:
Söfnuður rís á fœtur
49