Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 60
Eftir að þetta bam er nú fyrir heilaga skím tekið inn í kirkjuna sem limur á líkama
Krists, skulum vér biðja fyrir þvímeð vorri drottinlegu bæn og segja hvert með öðru:
Presturinn leggur hægri hönd á höfuð baminu undir bæninni. Séu fleiri en eitt barn skírt, biður
prestur upplyftri hægri hendi. Foreldri eða guðfeðgin geta lagt hönd á höfuð bami sínu.
Allir.
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt rfld, verði þinn vilji
svo á jörðu sem á himni, gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, eigi leið þú oss í freistni, heldur
frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eiKfu. Amen.
Því næst mælir presturinn með handayflrlagningu eða upplyftri hægri hendi:
Blessun almáttugs Guðs + föður og sonar og heilags anda sé með yður.
Svar:
Amen.
Greinargerð: Formið á fyrirbæn eftir skím er óbreytt frá gildandi formi. Þótt skírt sé við messu,
er Faðir vor samt sem áður haft við aðra liði messunnar, þar sem það á við svo sem í lok al-
mennrar kirkjubænar, ef altarisganga fer ekki fram, eða á undan bergingu, ef altarisganga fer fram.
A þessum stað er Faðir vor fyrirbæn safnaðarins fyrir baminu. Á öðrum stöðum er tilgangur þess
annar.
9. Avarp
Presturinn:
Góð systkin. Vér erum öll vottar þess, að þetta barn hefur nú verið ski'rt í nafni föður
og sonar og heilags anda. Samkvæmt fyrirheiti Jesú um skímina hefur hann nú tekið
það að sér sem sitt bam í samfélag heilagrar kirkju. Því er það heilagt hlutverk vor
allra, ástvina þess, guðfeðgina og kirkjunnar í heild að ala bamið upp í ljósi fyrirheits
skímarinnar, kenna því að elska Guð og úlbiðja, varðveita orð hans og sakramenti og
þjóna náunganum í kærleika. Styðjum það með fyrirbæn og minnumst þeirrar kristnu
skyldu vorrar að annast um, að það megi, þá er það vex upp, halda sér við Krist eins
og það er nú fyrir skímina gróðursett á honum. Guð veiti oss til þess náð sína. Amen.
Við sérstaka skímarathöfn mælir prestur upplyftri hægri hendi:
Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér
náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfír þig og gefi þér frið. í nafni Guðs + föður
og sonar og heilags anda.
55