Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 61
Svan
Amen.
Ef baminu er gefið kerti, skal prestur afhenda það með þessum orðum. Er lokasetningu ávarpsins
og blessuninni: „ Guð veiti oss til þess náð sína. Amen. Drottinn blessi þig og varðveiti þig . . .
Amen. “ þá sleppt:
Takið við þessu ljósi. Það sé yður til merkis um hið nýja líf, sem bamið hefur nú
fæðst til við þessa skímarlaug. Jesús segir: ,£g er ljós heimsins, hver sem fylgir mér,
mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins.11 Um oss segir hann: >rÞér emð
ljós heimsins. Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og
vegsami föður yðar sem er í himnunum.“ Látið ljósið minna yður á þetta. Kveikið á
því, er þér biðjið með baminu eða fyrir því og hvenær sem þér hafið tilefni til fyrir-
bænar eða þakkargjörðar. Guð veiti yður til þess náð sína. Amen.
Við sérstaka skímarathöfn mælir prestur upplyfui hægri hendi:
Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér
náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og geft þér frið. í nafni Guðs + föður
og sonar og heilags anda.
Svar
Amen.
Greinargerð: Ávarpið kveður fastar á um skyldur guðfeðgina og safnaðarins alls við skímarbam-
ið en ávarpið í gildandi formi. Það er einnig haft í 1. persónu fleirtölu til að árétta, að skyldumar
hvíla sameiginlega á kirkjunni í heild og er þar með einnig skylda prestsins sjálfs. Við ávarpið er
skeytt viðbót um ljós, ef bami hefur verið fært slíkt ljós við skímina og er það óbreytt úr núgild-
andi handbók.
11. Sálmur
Þá er sunginn sálmurinn nr. 253 eða annar skímarsálmur. Eins má syngja annan sálm (td. nr. 26).
Ef skírt er í upphafi messu, er þessi sálmur jafnframt inngöngusálmur messunnar.
Þegar skírt er við messu, skal prestur jafnan gæta þess að biðja sérstaklega fyrir skímarbaminu í
almennu kirkjubæninni og nota til þess bæn nr. 8 s. 53 í Handbókinni.
Við sérstaka skímarathöfn í kirkju eða heimili má prestur í lok athafnar beðið eftirfarandi bænar
fyrir baminu og kirlq'unni. Þessari bæn má og skeyta aftan við almennu kirkjubænina í messunni.
Látum oss biðja: Guð, faðir vor, vér þökkum þér, að þú kallar oss með nafni frá
myrkri til þíns undursamlega ljóss í heilagri skím, svo að vér öðlumst eilíft líf fyrir
Jesú Krist, Drottin vom. Vér biðjum þ©að staðfesta fyrirheit þitt til handa þessu
56