Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 66
Þér eruð allir Guðs böm fyrir trúna á Krist Jesú. Allir þér, sem eruð skírðir til sam-
félags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi. Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll
né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.
Presturinn:
Pétur postuli minnir á þá gjöf skímarinnar, að vér megum í krafti hennar ganga
fram fyrir Guð sem prestar hans:
Lesari les lPét 2.4-5, 9-10:
Komið til hans, hins lifanda steins, sem hafnað var af mönnum, en er hjá Guði
útvalinn og dýrmætur og látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús,
til heilags prestafélags til að bera fram andlegar fómir, Guði velþóknanlegar fyrir
Jesú Krist. Þér emð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð,
eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá
myrkrinu til síns undursamlega ljóss. Þér sem áður voruð „ekki lýður“, emð nú
orðnir „Guðs lýður“. Þér sem ekki nutuð miskunnar, hafið nú miskunn hlotið.
Presturinn:
Þegar Nikódemus kom til Jesú um nótt, kunngjörði Jesús honum leyndardóm
skímarinnar með þessum orðum er hljóða svo í Jesú nafni:
Söfnuður rís úr sætum.
Lesari les Jh 3.3-6:
„Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að
nýju.“ Nikódemus segir við hann: „Hvemig getur maður fæðst, þegar hann er
orðinn gamall? skyldi hann geta komist aftur í líf móður sinnar og fæðst?" Jesús
svaraði: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í guðs ríki, nema
hann fæðist af vatni og anda.
Presturinn:
Blessun skímarinnar ætlar Jesús einnig bömunum, því að hann elskar bömin og ætlar
þau til samfélags við Guð í ríki hans. Það sýnir oss þessi frásögn MarkúsarguðspjaUs
er svo hljóðar:
Söfnuður rís úr sætum.
Presturinn eða annar lesari les Mark 10.13-16:
Menn færðu böm til Jesú, að hann snerti þau, en lærisveinamir átöldu þá. Þegar Jesús
sá það, sámaði honum og hann mælti vrCPþá: „Leyfið bömunum að koma til mín og
61