Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 71
Látum oss biðja: Vér þökkum þér, Guð, skapari vor og lausnari, að þú kallar oss með
nafni ffá myrkri til þíns undursamlega ljóss í heilagri skím, svo að vér öðlumst eilíft
líf fyrir Jesú Krist, Drottin vom.
Svar.
Drottinn, heyr vora bæn.
Presturinn:
Vér biðjum þig: Staðfest fyrirheit þitt til handa bömunum, sem nú hafa þegið heilaga
skim. Ger þau að trúum lærisveinum sonar þíns, svo að þau megi öðlast arfleifð með
öllum vottum þínum, fyrir Jesú Krist, Drottin vom.
Svar:
Drottinn, heyr vora bæn.
Presturinn:
Vér biðjum fyrir ástvinum þessara bama, að þeir fræði þau um þig og styðji þau með
fyrirbænum. Blessa þú oss, söfnuð þinn, með heilögum anda, að vér fyrir kraft hans
megum búa því lífi, sem hér hefur verið sáð til með skíminni, góð skilyrði til vaxtar
og þroska í þér. Lát oss öll vaxa með bömunum í þekkingu og kærleika, trausti og
trú, svo að vér megum að lyktum birtast ff ammi fyrir þér í skírum skrúða réttlætisins,
fyrir Jesú Krist, Drottin vom.
Svar:
Drottinn, heyr vora bæn.
Presturinn:
Allar bænir vorar felum vér í þeirri bæn, sem Drottinn hefur kennt oss og biðjum öll
saman:
Allir
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji
svo á jörðu sem á himni, gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum vomm skuldunautum, eigi leið þú oss í freistni, heldur
frelsa oss ffá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.
12. Blessun
Presturinn snýr sér að söfnuðinum og tónar eða mælir:
66