Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 74
STARFSSKÝRSLA SÖNGMÁLASTJÓRA
9-tauks QuðCaugssonar
frá kirkjuþingi 1992- fjrfjuþmgs 1993.
Tónskóli þjóðkirkjunnar og embætti Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar
Biskup hefur beðið mig að gera yfirlit yfíx starfsemi embættis Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar
og jafnframt Tónskóla þjóðkirkjunnar í starfsskýrslu minni. Eins og menn vita þá eru nú í
undirbúningi lög þar sem gert er ráð fyrir skipulags breytingum vegna kosmað við embætti
Söngmálastjóra og Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Á síðasta skólaári, 1992-1993, varð talsverð aukning á nemendafjölda Tónskólans og
stunduðu 40 nemendur nám í skólanum. Hinn vaxandi áhugi á skólanum held ég að hafí
komið vegna aukinnar kynningar á organista náminu og betri launakjara ásamt breyttum
þjóðfélagsháttum en þá var talsvert farið að bera á atvinnuleysi. Nú í ár eru 36 nemendur í
skólanum. Þar á meðal eru flestir nemendur með organistastarf í huga. Nemendur sem eru í
fullu námi og sækja allar þær 16 námsgreinar sem kenndar eru greiða aðeins innritunargjald
en nemendur sem stunda námið að hluta til greiða skólagjald eins og í öðrum tónlistarskólum.
í nokkrum tilvikum hafa nemendur í tónlistarskólum t.d. á Selfossi, Akureyri og Akxanesi
fengið stuðning frá okkur í þá veru að við höfum tekið þátt í skólagjöldum þeirra, þannig hefur
verið reynt að stuðla að því að nemendur sem eru búsettir úti á landi og stunda nám í orgelleik
og búi sig undir að koma í skóla okkar til frekara náms sitji við sama borð. Hefur stuðningur
þessi farið til um 15 nemenda og hefur numið í hveiju tilviki helmingi skólagjalds í viðkomandi
skóla. Vegna þrengri fjárhags hef ég þurft að tilkynna skólunum að þessi aðstoð verði nú að
falla niður.
Við Tónskóla þjóðkirkjunnar starfa nær eingöngu stundakennarar alls 11 kennarar, aðeins einn
kennari sá sem sér um söngkennslu nemenda er í 1/2 starfi, Guðrún Tómasdóttir. Auðvitað
hefur þetta fyrirkomulag neikvæðar hliðar hvað varðar laun kennaranna og visst öryggisleysi,
en fyrir skólann þýðir þetta mun minni útgjöld.
Samtals eru í starfi 53 organistar sem lært hafa hér í skólanum hjá okkur eða verið í tengslum
við skólann. Þá hafa 11 nemendur verið hér í námi sem ekki eru í starfi sem stendur. Samtals
eru á landinu og þá sérstaklega í Reykjavík 21 organisti sem ekki er í starfi. Töluverðum
vandkvæðum hefur_verið bundið að fá organista til starfa út um landið, þegar leitað er eftir
organistum þá er yfirleitt fyrst og fremst beðið um það að fá íslending. Oft þrátt fyrir
margenduneknar auglýsingar þá hefur það ekki tekist. Eins og sjá má á þeim tölum hér eru
fyrir ofan er til fólk sem gæti tekið þessi störf að sér en vill vera á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar allt um þrýtur þá er reynt að fá organista erlendis frá. Nokkrar stöður hafa verið
auglýstar hér á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og hafa ætíð verið um tveir til þrír og allt upp í
fimm organistar sem sótt hafa um stöðuna. Það hefur þá komið í hlut sóknanefnda að velja og
hafna. Samt er ætíð einhverjir sem fara út á landsbyggðina og er það vel. Við organistar
erum samt ennþá í sömu sporum og til dæmis var meðal presta fyrir 20-30 árum. Þá gekk
treglega að fá presta á hina ýmsu af svonefndum afskekktu stöðum, en eins og við vitum þá
hefur það breyst til batnaðar í sambandi við presta.. Mjög hefur hjálpað til að kjör organista
hafa verið bætt og öll starfsaðstaða. Ný orgel keypt; mjög góð og eftirsóknarverð fyrir þá sem
læra. Það er von mín að með tíð og tíma muni enn fjölga í organistastéttinni og er talsverð
uppsveifla um þessar mundir. Þeir erlendu vinir okkar sem hingað hafa komið og bætt úr
brýnni þörf hafa nánast allir verið mjög vel menntaðir og áhugasamir og eiga eftir að skilja hér
eftir góð spor, bæði sem kennarar, söngstjórar, og organistar eins og margir forverar þeirra
fyrr á tímum. Ég nefni aðeins einn dr. Róbert A. Ottósson.
69