Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 75
Ýmsar raddir hafa heyrst að menn vilja færa starfsemi Tónskóla þjóðkirkjunnar inn í aðra
Tónlistarskóla. Enn ég vil benda á að helmingur þeirra 16 kennslugreina sem kenndar eru í
Tónskóla þjóðkirkjunar eru hvergi kenndar í öðrum skólum. Og nokkrar námsgreinar svo
sem söngstjóm og orgelleikur er varla kennt annarsstaðar. Þessarar uppástungur hafa
stundum komið fram í sambandi við það þegar styrktix voru nemendur í Tónlistarskólanum
sem er aðeins byrjunamám sem síðar er haldið áfram í Tónskóla þjóðkirkjunnar. Kennslan
yrði þá úr höndum kirkjunnar og yrði þá ekki um neinn sérskóla að ræða í kirkjutónlist.
Til samanburðar við kostnað má geta þess að Leiklistarskóli íslands, en í honum em 24
nemendur, fá samtals 32 millj. og 500 þús (með sértekjum sem em upp á 1,1 millj.). Embætti
söngmálastjóra hefur 17,2 míllj. en þar er gert ráð fyrir sértekjum upp áý,5 millj. þetta er
áætlun fyrir árið 1994. Á yfirstandandi ári em tölumar Leiklistarskóli ísl. 32,5 millj., sama
og árið áður. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar með sértekjum 16.9 millj. þar af er áætlað að
rekstur Tónskólans sé 6,6 millj. Mikill mismunur er því á kostnaði þessara tveggja skóla.
Nokkrir þættir í starfi Söngmálastjóra
Inn í starfsvið Söngmálastjóra eru ýmis þættir svo sem útgáfa á kennslu efni og verkefni fyrir
organistanámskeið. Talsverð vinna í sambandi við orgelkaup og aðstoð við þau. Ýmsar
útveganfr fyrir kóra, fyrirspumir, og útvegun á einstaka lögum fyrir athafnir. Bréfasambandi
við organista, ennfremur nokkuð bréfasamband við presta í sambandi við útgáfur vil ég geta
þess að nú em að koma út sjö orgellög fyrir nemendur og organista sem undixritaður hefur
unnið út fyrir nemendur og organista. Einnig byrjendaskóla fyrir kirkjukórsfélaga og eru
báðar þessar útgáfur á lokastigi. Þá er á döfinni stórt verkefni sem þegar er byrjað á en það er
að færa þrjár sálmasöngbækur okkar í eina bók frá 1936, 1976 og 1991. Þannig að sálmur úr
textabók nr. 1 hafi viðeigandi lag og svo. frv.. Þetta er mikið verk enn geta má þess að
Aðventistar hafa þegar gefið út svipaða bók. Slík bók yrði mikil hagræði fyrir kórfélaga,
organista og presta. Þá er undirbúningur hafmn af Kórbók kirkjunnar, en þar em kórverkefni
sem kómnum em ætluð sérstaklega. Shkt efni hefur komið árlega út í organista möppum en
þyrfti að vera sameinað í bók ásamt nýju efni. Þá er talsvert lagt upp úr heimsóknum
Söngmálastjóra til kirkjukóranna og organistana og fylgir þá ætíð með kóræfing og nokkur
kennsla. Þá fer raddþjálfari um landið ,en í því starfi er Ingveldur Hjaltested. Þáerí
tengslum við embættið Margrét Bóasdóttir sem sér um starf bamakóra innan kirkjunnar. Þá má
geta þess að þær bækur sem við gefum út, eða það efni sem ætlað er kómnum vinnum við að
mestu leiti sjálf hér, á skrifstofunni. Stöðugildi vegna skrifstofustarfa við Tónskólann og
embættið og fyrir aðra vinnu er 1,33%. Þá er talverð vinna við það að halda organista skránni í
lagi. Ætíð er mikið um símtöl um allt land. Ganga frá reikningum í sambandi við reksturinn
og ýmisskonar sambönd við ráðuneyúð. Nokkur undanfarin ár farið fram uppbygging á
húsnæði embættisins og allri aðstöðu einnig er verið að koma upp bókasafni og höfum við þar
notið góðra gjafa og sömuleiðis keypt efni með aðstoð organista og kirkjukóra svo sem
nótnasafn Femandos Germani.
Hér á eftir fylgir námskrá Tónskóla þjóðkirkjunnar.
70