Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 80
Tónskóli þjóðkirkjunnar.
Námstilhögun og prófkröfur.
150891
Organleikarapróf, 2. áfangi.
Inntökuskilyrði fyrir þennan áfanga er að hafa lokið Organleikaraprófi 1. áfanga eða V. stigs
prófi í píanóleik. Til þess að fara í Kirkjusöngsfræði 2 og Litúrgískt orgelspil 2 skal þó
nemandi hafa lokið við fyrstu áfanga þess náms.
Hljóðfæranám.
a) V. stig í orgelleik án fótspils (harmóníum) og V. stig f píanóleik, eða
b) V. stig í orgelleik með fótspili og V. stig í píanóleik.
Nemandi leggi fram á prófi skrá yflr þau verkefni orgelnámsskrárinnar sem hann
hefur æft og einnig þau sem hann hefur spilað í gegn.
Prófkröfur: Stigspróf skv. námsskrá.
Tónfræða- og kirkjutónlistargreinar.
Tónfræði V. stig.
Námsefni: Tónfræðiefni Tónskólans eða annað hliðstættefni.
Prófkröfur: Molltóntegundir 6 b til 6 # í g-lykli og f-lykli og samheita dúrtóntegundir
(til 9 #). Öil tónbil, 1-undir til 8-undir, hrein, stór, lítil, stækkuð og minnkuð frá hvaða
tóni sem er, tvíhækkanir og tvílækkanir. Flutningur í aðrar tóntegundir.
Kirkjutóntegundir I. til VIII. í 4 b til 4 # í c-lyklum og f-lykli.
Greining laga í kirkjutóntegundum. Nómagildi, þagnir og taktgreining. ítölsk orð.
Hliómfræði og hljómborðsfræði 1 og 2,
Námsefni: Kennsluefni Tónskólans eða annað hliðstættefni.
ítarlega farið í uppbyggingu þríhljóma og ferhljóma.
a) Skrifleg hljómfræði: Hljómasambönd í dúr og moll. Sérstaklega fjallað um sam-
stígar áttundir og fimmundir í tengingu hljóma, stækkuð og minnkuð tónbil og
breytingar í aðrar tóntegundir. Þröng lega.
b) Verkleg hljómfræði: Hljómborðsfræði. Spila dæmi með töluseltum bassa.
Tóntegundaflutningur á slíkum dæmum. Tóntegundabreytingar í skyld sæti í dúr- og
molltóntegundum. Þröng lega.
Tónhevm 2.
Námstilhögun:
Sungið úr 4., 5., 6. og 9. hefti SSS. Kennd taktslög; tvískipt, þrískipt og fjórskipt.
Nemandinn þarf að geta slegið aHar slagmyndimar. Sungnir brotnir hljómar í dúr (I, H,
m, IV, V, og VI sæti) og farið á milli hljóma sem hafa sameiginlega tóna. Atónal-lestur
kynnmr.
Tónritun: ÖH tónbH að stórri níund (kennd hljómrænt). Laglínur: Einradda og tvíradda.
75