Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 91
STARFSSKÝRSLA
Heimsóknir til kóra og organista
Ég heimsótti kór Langholtskixkju í Reykjavík. í október fór ég í heimsókn til kórs
Keflavfkurkirkju og ennfremur heimsótti ég þá kór Langholtskirkju. Síðan var ég 24. október
á fundi hjá Kirkjukórasambandi íslands sem haldinn var á Hvammstanga og lék þar á orgel en
einnig var kórsöngur við það tækifæri. Þá heimsótti ég kór Bústaðarldrkju 3. nóvember.
Næst var fundur í Borgarfjarðarprófastdæmi 10. nóvember, þar sem fjallað var um safnaðar
-uppbyggingu. Tuttugasta nóvember fór ég svo til Vopnafjarðar vegna orgelvígslu og hélt
æfmgar ásamt organistanum með kór Vopnafjarðarkirkju. Sunnudaginn 22. nóvember var svo
vígsla orgelsins, sem er gamla orgelið úr Bústaðarkirkju 11 radda, en Heinz Hoffmann frá
Hamborg gerði það upp.
Þá tók ég þátt í minningartónleikum um Ólaf Tryggvason huglækni á Akurevri ásamt dóttur
hans Þórunni og Gunnari Kvaran sellóleikara. Föstudaginn 11. desember hélpég síðan til
Neskaupstaðar og tók þátt í æfingum kórsins og lék með organista kirkjunnar Agústi Armann
ÞorláLssyni við vígslu nýs orgels sem keypt var frá orgelsmiðju P. Bruhn í Danmörku.
Þá heimsótti ég kirkjukór Selfoss kirkju oj ennfremur kirkjukór Víkurkirkju í Vík í Mýrdal.
Þá veitti ég móttöku nótnasafni Sigurðar Isólfssonar ásamt formanni Organistafélags en
nómasafn Sigurðar heitins ísólfssonar verður geymt í Tónskóla þjóðkirkjunnar. Þá var
Tónskólanum færð að gjöf nótnasafn Karls J. Sighvatssonar sem geymt er í Tónskóla
þjóðkirkjunnar. Þá fór ég 16. febrúar aftur til VíHtr í Mýrdal er lokið var að setja upp nýtt
orgel í kirkjuna sem að smíðað var af Katli Sigurjónssyni en með honum við “intonation” eða
röddun var Jens Christensen frá Marcussen. Þá heimsótti ég kirkjukór Hveragerðiskirkju og
vann með þeim að verkum Pálmars Þ. Eyjólfssonar sem gefm verða út á hljómdiski og var
einnig 5. mars á æfingu í Selfosskirkju vegna sama verkefnis. 8. mars var ég með á aðalfundi
kirkjukórasambandsins. 12.-14. mars var ég við með æfingar kirkjukórs Víkurkirkju og tók
þátt í hátíðarhöldunum vegna víglu hins nýja orgels. Þá voru upptökur í byjun apríl aftur
vegna Pálmars Þ. Eyjólfssonar. 18. apríl var ég með kórum í Húnavatnsprófastdæmi síðan
var ég þijá daga á Akureyri og var þar við prófdæmingu og málþing vegna kirkjutónlistar
hlustaði síðan á kór Akureyrarkirku í messu á sunnudeginum 9. maí og sömuleiðið á
sálumessu Gabriel Fauré. 24. maí var fundur í Skálholti vegna námskeiðsog annars síðan tók
ég þátt í Skálholtshátíð og lék þar einleik á undan messunni verk eftir Pál ísólfsson. Þá sótti
ég skólastjórafund tónlistarskólanna sem haldið var í Stykkishólmi í ágúst og síðan var dags
námskeið með James Goettsche frá Róm. Hann helt tónleika bæði á Selfossi og í
Hallgrímskirkju, ennfremur Hveragerðiskirkju. 15.-17. október var svo námskeið á Hólum
fyrir kórfélaga og sóttu það um sextíu manns. Námskeiðið var vel heppnað og lauk með
messu í Hóladómkirkju, þar sem vígslubiskub sr. Bolli Gústafsson predikaði.
Uppbygging Tónskóla þjóðkirkjunnar, bókasafn og fl.
Nú höfum við loksins fengið afhent allt það húsnæði sem Tónskóla Þjóðkirkjunnar var
úthlutað fyrir sex árum. Þar verður möguleiki á að koma upp bókasafni Tónskólans. Bækur
þær sem að Tónskólinn á eru meðal annars: Nótnabækur Kjartans Jóhannessonar, nómasafn
Sigurðar Birkis og nómabókasafn Femandos Germani, sem keypt var með aðstoð Héraðsjóða
grófastsdæmanna, organista, kórfélaga, sóknanefnda, Seðlabanka íslands og nokkrum fleiri.
Eg nota tækifærið hér og þakka öllum sem studdu okkur við kaupin á safninu. Aðal
verðmæti safns Femandos Germani er það hvemig hann hefur búið orgelverkin út til flumings
fyrir sjálfan sig og á ég þá sérstaklega við pedalsemingu hans, fmgrasetningu og einnig
nokkrar hljómborðarskiptingar, fraseringar og fleira. Sú viðbót á húsnæðinu sem við höfum
fengið afhent mun skiptast sem hér segir: Tvær kennslustofur, æfinga - herbergi og
bókasafn. Svo og herbergi fyrir bókalager og ljósritun.
Þá vil ég geta þess að Félagi íslenskra organlefkara voru gefnar allar nómr Sigurðar heitins
86