Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 97
FSÍM
R/K/SUTVARP/Ð
EFSTALEIT11, 150 REYKJAVIK, KT 5402695729
SÍM/ 91-693000 TELEX2066 FAX 91-693010 -
ÚTVARPSS TJÓ/v
Reykjav£k, 15. október 1993
Erindi: Varðar samstarf Rfkisútvarpsins og Þióðkirkiunnar.
Vísað er til álitsgerðar Ævars Kjartanssonar dagskrárgerðarmanns og séra Valgeirs
Ástráðssonar um ofangreint efni, er birtist í október 1992 og lögð var fram í
Útvarpsráði hinn 30. sama mánaðar.
Sérstaklega skal nú á það bent, sem skráð er nær lokum fyrsta kafla
álitsgerðarinnar, bls. 3 - 4, og tekið í þann streng: íslenzka menningu og þjóðararf
rækjum við m.a. með samstarfi Ríkisútvarpsins og Þjóðkirkjunnar.
Af þessu leiðir að samráð er sjálfsagt hér eftir sem hingað til, þegar því verður við
komið.
Helgidagaguðsþjónustur í Útvarpinu, morgunbænir og orð kvöldsins, eru eðlilegur
hluti dagskrár og verða vonandi óbreyttar með góðra manna samþykki. Við það efni
hefur samráðs verið gætt og árangur reynzt hinn bezti.
Sú breyting verður nú á dagskrá Sjónvarpsins, að stuttar hugleiðingar síðla hvers
sunnudags falla niður, en í þeirra stað verður flutt kirkjuguðsþjónusta í fullri lengd
fyrsta sunnudag í hveijum mánuði kl. 11.00 árdegis. Stefht er að því, að guðsþjónusta
þessi verði samsend á Rás 1 og í Sjónvarpinu. Um framkvæmdina er leitað samráðs
við Biskupsstofu.
Ríkisútvarpið hefur jafnan íjallað um trúmál og heimspeki í einstökum þáttum og
þáttaröðum. Svo verður áfram í vetur. Getið skal þáttaraðar í Útvarpinu um ffamandi
trúarhreyfingar, sem senn verður hafin. Þess konar efni kemur og fer og lýtur sömu
lögmálum og önnur dagskrá, er m.ö.o. ekki "fastir liðir."
Um slíka þætti, útvarpserindi um Kfsskoðun og annað því um lfkt, hef ég enn
fremur þetta að segja: Skoðun mín er sú, að Útvarpið eigi eftir föngum að standa opið
þeim, er nokkuð liggur á hjarta. Gamall þáttur vikulegur er raunar í boði í þessu
skyni, þ.e. "Um daginn og veginn". En víðar hentar hið sama. Veltur þá e.t.v. mest á
einurð þeirra, sem eiga vilja hlut að máli. Ég minni á mjög algengt útvarpsefni um
menningarsögu, trúarbragðasögu og siðfræði, sem iðulega heyrist, en einnig pistla og
önnur innskot í dagskrám um samfélagsmál.
92
*