Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 101
FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR
Laugavegi 13,101 Reykjavík s. 62 36 00
Kristín kom tii okkar á vormánuðum og við ræddum þann möguleika að hún
handleiddi okkur í nánustu framtíð. Það hefur nú orðið að veruleika og í síðustu
viku áttum við samveru með henni sem markaði nýtt framfaraskref hjá FÞK, skref
sem við vissum alla tíð að þyrfti að stíga og við vildum stíga til þess að geta taiið
stofnun okkar standast gæðakröfur og til að við sjálf mættum vera betri þjónar í
starfi okkar. Kristín hefur alla tíð haft talsverð tengsl við einstaklinga og stofnanir og
handleitt marga hér á landi. Nú var röðin komin að kirkjunni.
Og við gerðum meira en að þiggja leiðsögn hennar um lífssögu þeirra fjölskyldna
sem við sjálf erum að starfa með. Við kölluðum hana líka til kynningarfundar með
prestum, lítillar sálgæsluráðstefnu, 2. september s.l. þar sem handleiðsla fyrir
presta var megin umræðuefnið. Einn prestanna orðaði það svo að fundi loknum að
þetta væri tímamótafundur. Yfir tuttugu prestar, maki, barn og nokkrir aðrir
starfsmenn kirkjunnar komu auk starfsfólks FÞK. Tilboð okkar í lok dagsins hljóðaði
upp á handleiðsluhópa, 4-5 presta hópa, er tækju til starfa í haust, bæði hér í
húsnæði FÞK og eins buðumst við til að hitta prestanna í sinni heimabyggð þar
sem samgöngur væri nokkuð greiðar. í tilboðinu felst að FÞK greiði allan kostnað
við handleiðsluna, laun handleiðara og hugsanlegar reglubundnar ferðir starfsfólks
til prestahópa vítt um landið, en þó ekki vegna aksturs prestanna sem æskilegast
væri að mínum dómi að hérðassjóðir gætu styrkt.
Áherslan í handleiðslunni verður á sálgæslustarfið og er eins konar starfsnám,
tækifæri þar sem prestur með reynslu af handleiðslu leiðir hópinn. Niðurstaða
norsku kirkjunnar var sú að æskilegra er talið að prestur leiðir presta og þá
sérstaklega þegar prestar eru að byrja í handleiðslu. Handleiðslan mun þannig
hvíla á mér til að byrja með en ég hugsa til þess að nýta mér Ingibjörgu Pálu og
Benedikt í þeim efnum, en Ingibjörg Pála hefur um margra ára skeið leitt starfsstéttir
á Landsspítlanum þar sem hún stafaði um áratuga skeið, auk þess sem hún var í
þriggja ára handleiðslunámi einmitt hjá Kristínu Gústavsdóttur. Hins vegar þarf alls
ekki að útiloka það að Ingibjörg eða Benedikt tækju að sér einhverja hópa. Sumir
vildu kannski einmitt vera hjá konu eða sálfræðingi. Og alls ekki er heldur útilokað
að annar prestur leiði einhvern hóp.
Það kom skýrt fram í orðum Kristínar að handleiðsla er jú ekki meðferð eða rabb,
heidur er starfið í fókus, þar sem við skoðum og setjum í orð það sem við erum að
fást við, metum hæfileika okkar og öðlumst tækifæri til að þroskast í starfi sem
guðfræðingar og prestar. Það er líka munur á því að leita ráða hjá yfirmanni eða
vini, og fyrir því er rík hefð í okkar kirkju og verður áfram, en handleiðsla í þessa
veru er nýjung.
Einn presturinn á fundinum orðaði það svo að eitt það erfiðasta hjá prestum hér á
landi væri að brjótast út úr einangruninni. Og annar minnti á hversu togstreita er
kannski meiri hjá prestum en öðrum stéttum vegna köllunarinnar, presturinn er
alltaf með samviskubit gagnvart Guði. Og enn öðrum finnst stafa ógn af sálarfræði
5.10.1993
96