Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 107
Handleiðsla fvrir presta.
Nokkur mikilvæg atriði um framvindu og framkvæmd málsins.
Með handleiðslu er átt við eins konar starfsnám þar sem presti gefst kostur á
að styrkja sig í starfi og sína eigin ímynd með því að ræða í hópi með öðrum
prestum (eða einn) hin ýmsu mál sem tengjast prestsstarfinu undir handleiðslu
annars prests ( eða annars) sem hefur til þess kunnáttu að vera handleiðari. í
handleiðslunni er ekki verið að skoða innviði einstaklingsins heldur verið að fást
við prestsstarfið og þau margvíslegu samskipti sem þar koma upp svo presturinn
verði hæfari í þeim samskiptum. Vinnan beinist að því ferli sem á sér stað miili
prestsins og prestsstarfsins, að þeim kringumstæðum sem presturinn upplifir í
prestsþjónustunni, hvort heldur það eru sálgæsluverkefni eða annað.
Handleiðslunefnd var skipuð af biskupi íslands sem formanni kirkjuráðs á
grundvelli samþykktar kirkjuþings um handleiðslu fyrir presta (sjá ályktun
Kirkjuþings 1991, 15. mál). Og á Kirkjuþingi í fyrra var ályktað að fela biskupi að
skipa þriggja manna nefnd til þess að fjalla um handleiðslu og ráðgjöf fyrir presta
og fjölskyldu þeirra. í þeirri nefnd, handleiðslunefndinni, sitja:
Fulltrúi Prestafélags íslands, sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur
Ríkisspítalana, fulltrúi biskups og kirkjuráðs, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur,
formaður nefndarinnar, og fulltrúi Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, sr. Þorvaldur Karl
Helgason, forstöðumaður (sjá bréf biskups frá 2. nóv. 1992).
Þessir þrír aðilar undirstrika þá einingu sem ríkir um þetta mál milli Pl,
yfirstjórnar kirkjunnar og fagstofnunar kirkjunnar á þessu sviði.
Samkvæmt skipunarbréfi Handleiðslunefndarinnar er Ijóst að verkefni
hennar er tvíþætt, handleiðsla fyrir presta og síðan ráðgjöf og stuðningur við presta
og fjölskyldur þeirra. Nefndin mun síðar skila áliti um síðartalda efnið.
Nefndin hefur komið saman reglulega í tæpt ár eða frá því hún var skipuð.
Þá hafa verið haldnir fundir með prestum og mökum þeirra innan prófastsdæmis
( R.vík-vestra) og innan prestafélagsdeiidar (Hallgrímsdeildar) þar sem málið hefur
verið kynnt. í byrjun september var síðan haldinn kynningarfundur fyrir alla presta
landsins og reyndar komu aðrir starfsmenn kirkjunnar líka, þar sem
handleiðlsunefndin ásamt Kristínu Gústavsdóttur, félagsráðgjafa frá Gautaborg
kynnti starfshandleiðslu vítt og breitt, en Kristín hefur áratuga reynslu af að
handleiða bæði hér og í Svíþjóð þar sem hún býr.
í framhaldi af fundinum í september var ákveðið að bjóða upp á
handleiðsluhópa fyrir presta er tækju til starfa sem allra fyrst og Fjölskylduþjónusta
kirkjunnar annaðist framkvæmdina. í hverjum hópi væru 4-6 prestar auk
handleiðara og gefst prestum kost á þremur hópum að vera í:
a. Hópar fyrir presta af Reykjavíkursvæðinu og næsta nágrenni
- hálfsmánaðarlegir fundir
- 90 mín
- haldið hjá FÞK að Laugavegi 13
b. Hópar fyrir presta utan af landi ( sem kjósa að koma til Reykjavíkur)
- mánaðarlega
- heilan dag í senn, kl 10 -17, í 7 klst
102