Gerðir kirkjuþings - 1993, Qupperneq 131
Skýrsla kirkjueignanefnd bls. 2
Nefndin hefur haft náið samráð við biskup íslands og átt fundi með
honum. Einnig átd nefndin fund með „Vðrslunefnd um kirkjueignir“, sem kosin
var á prestastefnu 1992.
Álit og tillögur nefndarinnar.
Staða þeirra mála, sem vom til umfjöllunar á viðræðufundum við ríkisnefndina
er í stórum dráttum þessi:
1. Sala jarða í eigu Garðakirkju á Álftanesi.
Þar sem ljóst var að ekki næðist nokkur viðunandi niðurstaða á
viðræðufundum nefndanna, vísaði nefndin þessu máli til biskups, með bréfi 20.
mars 1993. Þar tók nefndin fram, að hún teldi óhjákvæmilegt að þessi sala verði
tekin til nánari skoðunar og samráð verði haft við kirkjumálaráðherTa um frekari
framgang þess máls. Jafnframt benti nefndin á, að til álita komi að vörsluaðilar
krismisjóðs, sem hagsmuna hefur að gæta vegna umræddrar sölu, leiti eftir óháðu
mati á söluverði jarðanna, áður en endanleg afstaða verði tekin.
Þá lýsti nefndin því áliti, að nauðsynlegt væri að fá lögfestar á ný ótvíræðar
lagaheimildir um sölu kirkjujarða almennt, þar sem tekið verði tillit til hlutverks
þeirra og sérstöðu, og hvort heldur ábúendur eða sveitarfélög eiga í hlut. Lýsti
nefndin sig reiðubúna til að ganga til þess verks í samvinnu við viðræðunefnd
ríksins.
2. „Reglugerð um greiðslumark sauðfjárafurða á lögbýlum o.s.frv.",
nr.336, frá 14.sept. 1992 (gagnvart prestsseturs- og kirkjujörðum ).
Nefndin hefur ekki séð ástæðu til, að svo komnu, að reyna að breyta þeirri
stefnu, sem ráðuneytið og biskupsstofa hafa mótað og haft samvinnu um við stjóm
P.L, varðandi fullvirðisrétt á prestsseturs- og kirkjujörðum. En þar sem annars
vegar er nú litið á framleiðsluréttinn sem eign þessara jarða ( en ekki ábúenda
þeirra), en hins vegar er látið hjá h'ða að meta framleiðsluréttinn til verðs, eða taka
tillit til hans, þegar opinberar jarðir eru seldar, þykir nefndinni gæta ósamræmis,
sem ekki er unnt að sætta sig við. Og þar sem nokkur óvissa ríkir nú um stöðu
framleiðsluréttarins aimennt, hefur nefndrn áréttað eftirfarandi álit:
„A meðan ekkifœst niðurstaða um hvað gera á við framleiðsluréttinn, þegar
sðluverð jarða er metið, verður að standafast á kröfu nefndarinnar frá 17.
okt 1992, um að stöðva sölu kirkjujarða, þar til viðrœðunefndirnar hafa
lokið störfum, og afla til þess lagaheimilda, efþess reynistþörf
3 . Reglugerð um íbuðarhúsnæði í eigu ríkisins, nr. 480, 1992.
Nefndin mótmælti harðlega þeirri breytingu, sem þessi nýja reglugerð fól í
sér, og krafðist þess, að hún yrði tekin til baka, svo að unnt væri að halda starfi
viðræðunefndanna áfram. Þessi reglugerð stækkar búsetusvæði 1, svo að það nær
nú yfir Reykjaneskjördæmi allt. Þar með hefðu prestssetur á Þorlálcshöfn,
Eyrarbakka, Stokkseyri og Vestmannaeyjum verið afíögð til viðbótar þeim, sem
fyrr voru farin. Einnig hefði prestssetur á Akranesi verið lagt niður. Þá var gerð
nokkur breyting á búsetusvæði 4, sem hefur áhrif á leigugjald af íbúðarhúsnæði.
Fjármálaráðuneytið féllst á kröfu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að
þessari reglugerð verði ekki beitt á prestssetur.
Þannig standa nú mál prestssetranna, en vert er að minna á breytta stöðu
þeirra, ef frumvarpið um prestssetrasjóð verður samþykkt.
126