Gerðir kirkjuþings - 1993, Síða 132
Skýrsla kirkjueignanefnd bls. 3
4 . Frumvörp til laga um kirkjumálasjóð og prestssetur.
Þessi frumvörp, sem unnin voru að beiðni dóms- og kirkjumálaráðherra,
voru lögð fyrir nefndina og henni gefinn kostur á athugasemdum. Frumvörpin
voru tekin fyrir á viðræðufundunum. Ymsar ábendingar nefndarinnar vom teknar
til greina. Aðrar koma fram í greinargerðum með frumvörpunum.
Ljóst er, að þessi mál verður að skoða í ljósi þeirrar skerðingar á útgjöldum
ríkissjóðs, sem nú er framfylgt, og laga, nr. 115/1992, „Um fjármálaráðstafanir á
sviði dóms- og kirkjumála", sem eru m.a. þess efnis, að 20 % af hlutdeild
kirkjugarðanna í óskiptum tekjuskatti á árinu 1993, skyldi varið til að kosta tiltekin
verkefrú á sviði kirkjumála
Niðurskurður á tekjustofnum kirkjunnar virðist óumflýjanlegur. Spumingin
snýst því ekki um hvort, heldur hvar skuli borið niður og hvar skerðingin valdi
minnstri röskun. Af þeirri ástæðu er, í frumvarpinu um kirkjumálasjóð, horft til
kirkjugarðanna, eins og undanfarin ár, og í raun verið að lögfesta fyrri skerðingu
á tekjum garðanna til frambúðar. Það er stórmál út af fyrir sig og var nefndin að
sjálfsögðu án alls umboðs til að leggja þeirri stefnu lið. Benda má ennfremur á, að
engin könnun liggur fyrir á fjárhagsstöðu kirkjugarðanna almennt, sem og þá
staðreynd, að aukrn útgjöld, og ófyrirséð, hafa verið lögð á garðana með nýju
kirkjugarðslögunum (1. nr. 36, 4. maí 1993 ).
Varðandi lagafrumvarpið um prestssetrasjóð, verður hins vegar að hafa í
huga þá stöðu, sem prestssetrin eru nú í, þ.e.a.s. að vera undir lögunum um
íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins frá 1968 og reglugerð við þau lög. Því hefur verið
mótmælt allt frá því að þau lög voru sett. Nefndin metur það mikinn ávinning að ná
prestssetrunum undan þessum lögum og lítur svo á, að nái þetta frumvarp fram, sé
um rammalöggjöf að ræða en nánari útfærsla og ábyrgð verði í höndum kirkjunnar
sjálfrar. Brýna nauðsyn ber þá til, að hún setji strax samræmdar reglur um prests-
setrin, umsjá þeirra, viðhald, nýbyggingar og afgjald af fbúðarhúsum og jarðnæði.
Þótt frumvarpið taki ekki afstöðu til grunneignaréttarins, hefur nefndin lagt
áherslu á, að prestssetrin eru hluti af embættum presta og þar með launakjörum.
Réttarstöðu þessara kirkjueigna, (hvers prestsseturs fyrir sig), verður að tryggja
með aukinni ábyrgð og skyldum prestanna, sem hafa umsjón eignanna með
höndum.
x
Um störf nefndarinnar og stefnumörkun vísast að öðru leyti til
,,,Afangaskýrslu rilprestastefnu 1993 “, sem er í fylgiskjali með þessu þingmáli.
x
í kirkjueignanefnd eiga sæti: Séra Jón E. Einarsson, séra Þorbjöm Hlynur
Ámaspn, séra Þórir Stephensen og séra Þórhallur Höskuldsson.
í ríkásnefndinni eiga sæti 4 ráðuneytisstjórar, og fulltrúar úr landbúnaðar- og
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hafa einnig setið viðræðufundina. Formaður
þeirrar nefndar er Þorsteinn Geirsson.
127