Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 133
Kirkjueignanefnd þjóðkirkjunnar
bls. 1
Þórhallur Höskuldsson
form.
/
Afangaskýrsla
til prestastefnu 1993:
I. Viðræfiunefndir ríkis og kirkiu:
Með bréfi dagsettu 10. febrúar 1992 fór dóms- og kirkju-
málaráðherra, þess á leit við biskup íslands að hann skipaði nefnd fyrir
hönd þjóðkirkjunnar til viðræðna um kirkjueignirnar við samsvarandi
nefnd ríkisins, er hann hafði þá skipað.
í bréfi þessu vísaði ráðherra í lögfræðilega niðurstöðu
kirkjueignanefndar 1984, og skýrði frá þeirri ákvörðun sinni að nefnd
sú, er hann hafi skipað, hefði það verkefni að ná, fyrir hönd ríkisins
um það samkomulagi við hliðstæða nefnd þjóðkirkjunnar, "hver skuli
vera, á erundvelli álits kirkiueienanefndar (undirstrikað hér),
framtíöarskipan kirkjueigna í landinu og hverjar skyldur kirkjan taki á
sig á móti ".
í viðræðunefnd ríkisins voru skipaðir: Porsteinn Geirsson,
ráðuneytisstjóri, formaður, Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri, Páll
Líndal, ráðuneytisstjóri, og Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri.
Enginn hefur tekið sæti Páls Líndals, en Guðmundur Pór Guðmundsson
og Jón Thors, báðir úr kirkjumálaráðuneytinu, hafa setið viðræðufundi
nefndanna, einnig Jón Höskuldsson úr landbúnaðarráðuneytinu.
Með bréfi dagsettu 25. febrúar 1992 tilnefndi biskup í
viðræðunefnd þjóðkirkjunnar: Séra Jón E. Einarsson, séra Þorbjörn
Hlyn Árnason, séra Þóri Stephensen og séra Þórhall Höskuldsson.
Nefndirnar komu fyrst saman miðvikudaginn 2. sept. 1992 og hafa
átt 9 viðræðufundi síðan. Kirkjueignanefnd þjóðkirkjunnar hefur auk
þess komið saman til undirbúnings viðræðufundunum og rætt við
biskupi, synodusnefnd um vörslu kirkjueigna og dr. Páli Sigurðsson.
Á viðræðufundunum hafa nefndirnar reynt að glöggva sig á
verkefni sínu og afmarka það. Nefndirnar voru sammála um að hraða
störfum eftir föngum en gerðu sér jafnframt Ijóst, að verkefnið er
viðamikið og vandasamt. Margs þarf að gæta þegar horft er til framtíðar
og finna á farsæla skipan á stöðu kirkjueignanna án bess að raska beim
grundvallaratriðum. sem samband ríkis og kirkiu bvggir á.
Fyrstu fundirnir fóru, aö stórum hluta, í að skoða og ræða
lögfræðilega niðurstöðu í álitsgerðinni 1984 og lögðum við mikla
áherslu á það orðalag í skipunarbréfi ríkisnefndarinnar, að hennar
hlutverk væri að ná samkomulagi við okkur „ á grundvelli álits “
nefndarinnar 1984 !
Þetta er gífurlega mikilvægt atriði. Við erum m. ö. o. ekki að
semja um eignarréttinn. Við byggjum á þeirri niðurstöðu, svo langt sem
hún nær, sem fyrir liggur í áðurnefndri álitsgerð, og dregin verður fram
í meginatriðum hér á eftir.
Með tilliti til útfærslunnar hafa nefndirnar hins vegar skoðað nánar
ýmis gögn, t.d. viðamiklar tillögur nefndar þeirrarsem skipuð var 2.
mars 1904 „ til að ihuga og koma fram með tillögur um kirkjumál “ og
128