Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 134
bls. 2
ýmsar lagasetningar sem byggðu á því verki, svo sem lög um hýsingu
prestssetra frá 1907, 1931 og 1947, auk laganna um laun sóknarpresta,
laganna um sölu kirkjujarða og fleiri Iaga, er sett voru á fyrsta áratug
aldarinnar.
TT. Helstu niðurstöður í .. ÁIitsger5 kirkiueignanefndar 1984 a:
1. Þióðkjrkian:
Þjóðkirkjan er
„sjálfsíceð stofnun, sjálfstœður réttaraðili, sem getur borið, og
ber, réttindi og skyldur að lögum. Þjóðkirkjan getur því átt eignir,
sem njóta m.a. fullrar verndar 67. greinar stjórnarskrárinnar og
sem eigi verða af henni teknar nema ströngum skilyrðum þeirrar
greinar sé fullnœgt, enda komi þá œtíð fullt verð fyrir, eins og þar
er mælt fyrir um . ( Og ) .. íslenska ríkið getur .. ekki gert tilkall
til þeirra eigna, sem þjóðkirkjunni tilheyra að réttum lögum.
Þaðan af síður yrði talið, að ríkið sé sjálfkrafa eigandi fjármuna,
þ.m.t. jarðeigna, sem til skamms tíma a.m.k. var viðurkennt og
ómótmœlt, að tilheyrðu tilteknum kirkjum landsins og eigi hafa
skipt um eigendur á ótvírœðan og formlegan hátt “.
í álitsgerðinni er bent á 2 jarðeignir sem þjóðkirkjan sem slík er
lögformlegur eigandi að ( Skálholt, og Langamýri í Skagaf.). En ekki er
tekin afstaða til þess hvort staða hennar í eignarréttarlegu tilliti sé slík
að hún geti gert óumdeilanlegt tilkall til þeirra kirkjueigna sem tilheyrt
hafa einstökum kirkjum landsins.
Ben.t er þó á ( bls. 114 n ) að þar sem eignarréttur hinna einstöku
kirkna hafi alla tíð verið með sérstökum hætti og falið fyrst og fremst í
sér umboð og handhafar þess umboðs ábyrgir fyrir því gagnvart
kirkjuyfirvöldum, hafi eignirnar að bví levti verið skoðaðar sem almenn
„eign“ kirkjunnar í landinu. Hafi þeirri ráðstöfun aldrei verið mótmælt,
t.d. þegar lögin um kirkjujarðasjóð frá 1907 voru sett, né heldur lögin
um kristnisjóð 1970. Reglur um fyrningu kröfuréttinda komi því líka til
álita í þessu sambandi.
Þá gerir einn nefndarmanna þann fyrirvara að leiða megi rök að því
að þjóðkirkjan sé nú réttur eigandi allra kirkjujarða en ekki hinar
einstöku kirkjur.
2. Kirkiuiarðirnar:
I álitsgerðinni 1984 segir nefndin:
„ .. mikilvœgasta niðurstaðan ..veit að eignarréttarlegri stöðu
kirkju-jarðanna“, þ.e.a.s." jarðeignir sem kirkjur hafa átt og eigi
hafa verið seldar frá þeim með lögmœtri heimild eða gengið undan
þeim með öðrum sambœrilegum hœtti, eru enn kirkjueignir. Þar er
því eigi um rfkiseign að rœða, enda þótt á síðari árum hafi hins
vegar gœtt nokkurrar tilhneigingar í þá átt að telja eignir þessar
með ríkisjörðum".
Nefndin segir að sérhver lénskirkja, ásamt eignum hennar,
(beneficium), sé sjálfseignastofnun og njóti Iögverndar sem slík. I
ályktunarorðuim nefndarinnar segir:,, Hver sú kirkja sem áður var
lénskirkja á því sem sjálfseignastofnun jarðeignir þœr sem eigi
hafa verið seldar frá henni með lögmœtri heimild eða gengið undan
kirkjunni með sambœrilegum hœtti ".
3. Klausturiarðirnar;
Nefndin ( 1984 ) er sammála um,~'að ekki verði séð, að íslenska
kirkjan eigi nú neina lagalega kröfu til klausturjarðanna eða til bóta
vegna töku þeirra á siðskiptatímanum, enda þótt taka þeirra væri löglaus
og óheimil að þeirra tíma rétti.
129