Gerðir kirkjuþings - 1993, Síða 135
bls. 3
4. Stélsjarfornari
Varðandi sölu stólsjarðanna kringum aldamótin 1800 telur nefndin
að ekki fari á milli mála, að „ ákörðun yfirvalda um það efni var íekin á
lögformlegan hátt og með samþykki kirkjulegra yfirvalda. Verður
ekki álitið, að íslenska kirkjan geti nú haft uppi neinar kröfur gegn
ríkisvaldinu af þeim sökum ",
5. Prestssetrin:
Nefndin segir:
„Prestsseturshúsin voru óumdeilanleg eign prestakallanna ( em-
bcettanna ) og hlutverk þeirra var að gera starf kirkjunnar mögulegt
á viðkomandi stað. Húsin voru hluti af þeirri heild sem embcett-
unum tilheyrði, og þeirri grundvallarstöðu hefur aldrei verið breytt
með lögmœtum hœtti. Samhliða nytjarétti báru þeir ( prestar ) fulla
ábyrgð á þeim og fjárhagsskyldur, en var líka gert að tryggja stöðu
þeirra, eins og annarra kirkjueigna, fyrir eftirkomendur með
launum sinum. Þess vegna má leiða að því rök að bak við öll
prestssetur á landinu, einnig þau sem aðeins eru orðin hús á lóð,
standi sjálfseignarstofnun sem trygging fyrir rétti prestssetursins,
sbr. það sem áður sagði um jarðeignirnar “ .
6. Kirknaítökin:
A sama hátt segir nefndin, að eins og hinar einstöku kirkjur eigi
enn jarðir þær, er eigi hafi verið frá þeim teknar eftir ótvíræðri
lagaheimild,
„ .. eigi hver kirkja enn þau ítök, sem hún hefur átt frá fornu fari
og eigi hafa verið frá henni skilin með lögformlegum hœtti .... ".
7. Jarðir bændakirknanna;
Nefndin lítur svo á, að bændakirkjur hafi sömu stöðu og
lénskirkjurnar gagnvart eignarrétti á landi,
„ þótt þcer njóti vissulega mikillar sérstöðu sem
sjálfseignastofnanir og hagsmunaleg tengsl við forráðamann
eignanna (kirkjubóndann) séu þar óvanalega sterk, þannig að segja
má, að á hans höndum séu ýmsar aðildir eignarréttarins “.
8 . Kristsfiáriarðir og fátækraiarðir;
Eignarréttarstöðu þessara jarða er ekki á einn veg háttað, sumar eru
sjálfseignarstofnanir, aðrar í eigu sveitar- og sýslufélaga. Eiginlegar
Kristsfjárjarðir og fátækrajarðir teljast ekki til kirkjujarða en
Kristfjárkvaðir eða fátækrakvaðir gátu, og geta enn, hvílt á sumum
kirkju- og ríkisjörðum. Nefndin ( 1984 ) leggur til að sett verði, með
Iagaboði, sérstök stiórnarnefnd fyrir þessar jarðir.
130