Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 136
bls. 4
III. Sala iaröa í eigu Garðakirkiu á Álftanesi.
Af fjölmörgum málum sem nefndirnar hafa að öðru leyti rætt, vil
ég fyrst nefna sölu jarða í eigu Garðakirkju á Álftanesi, skv.
kaupsamningi frá 28. júlí 1992, sem biskup haði þá þegar og kirkjuráð
mótmælt harðlega enda hafði landbúnaðarráðuneytið ekki leitað
umsagnar þeirra áður en samningurinn var undirritaður. Á fyrstu
viöræðufundum nefndanna urðu miklar umræður um þennan
kaupsamning og með sérstakri samþykkt (dags. 17. sept.1992)
höfnuðum við, fulltrúar kirkjunnar, þeim gjörningi sem ólögmætumog
vefengdum þær lagaheimildir sem hann var byggður á. Jafnframt
áréttuðum við þá kröfu kirkjunnar, að dómkvaddir menn verði ætíð
fengnir til að verðleggja kirkjueignir við sölu og minntum á fyrri
yfirlýsingu stjórnvalda, að ætíð sé leitað álits og umsagnar kirkjulegra
yfirvalda, þegar sala kemur til álita.
Þá lýstum við því yfir, að við teldum frekari viðræður
tilgangslausar fyrr en viðunandi niðurstaða hefði fengist í þessu máli og
tryggt væri, að önnur hliðstæð mál kæmu ekki í bakið á okkur.
Viðræðunefndin beitti sér einnig fyrir því að biskupsembættið
sendi embætti sýslumanns í Hafnarfirði sérstaka bókun, þar sem vakin
skyldi athygli á, að lögmæti umræddrar sölu sé dregið í efa, - ef þar
kæmi til þinglesningar á þessum kaupsamningi,
Jafnframt beindi viðræðunefndin því til dóms- og
kirkjumálaráðherra, með sérstakri samþykkt ( dags. 17. sept 1992 ), að
„ nú þegar verði sala og önnur ráðstöfun kirkjujarða, prestssetra
og prestssetursjarða, svo og jarðahluta og ítaka, er þeim heyrir til,
stöðvuð af hálfu rfkisins, meðan viðrœður eiga sér stað milli
nefnda ríkis og kirkju um kirkjueignirnar. Verði lagaheimilda
aflað, ef ekki reynist mögulegt að koma þessu við með einhliða
ákvörðun stjórnvalda “.
Líta má svo á, að í orðum ráðherra í ávarpi á kirkjuþingi 1992,
felist svar hans við þessari kröfu, en þar ræddi hann um tímafrekt verk
viðræðunefndanna og sagði síðan:
„ .. og þess vegna hafa menn orðið ásáttir um, að, þar til
niðurstöðu sé náð, skuli öll ráðstöfun kirkjueigna koma á borð
nefndarinnar, áður en hún komi til framkvœmda, enda er
mikilvœgt, að þetta starf allt fari fram af yfirvegun og í sem mestri
sátt, svo sem reyndar á við um öll samskipti ríkisins og
þjóðkirkjunnar ". (Gerðir kirkjuþings '92, bls.9).
Við túlkuðum þó þessi orð ráðherra svo, að þau ættu aðeins við um
sölu þeirra kirkjujaröa, sem leitað hafði verið eftir kaupum á, áður en
viðræðurnar hófust, en beið afgreiðslu og við höfðum fengið sérstaka
skrá yfir.
Þegar lokaniðurstaöa hinnar stjórnskipuðu nefndar ( síðari hluti
álitsgerðar ) lá fyrir ( 2. febr. 1993 ), og sem óbeint tók á því
ágreiningsmáli sem risið hafði vegna sölu Garðakirkjujarðanna, og Ijóst
var, að það mál yrði ekki leyst nema á æðri vettvangi, ákvað
viðræöunefnd kirkjunnar að gera biskupi grein fyrir afstöðu sinni. Með
bréfi dags. 20. mars tókum við m.a. fram:
„ Nefndin vísar til samþykktar sinnar frá 17. september 1992
og skýrslu til kirkjuþings 1992, þar sem hún vefengdi þær
lagaheimildir sem sala jarða Garðakirkju var byggð á. í framhaldi
af því vill nefndin benda 129 niðurstöðu hinnar eldri
kirkjueignarnefndar ( sbr. bréf til kirkjumálaráðherra dags. 2. febr.
131