Gerðir kirkjuþings - 1993, Blaðsíða 138
bls. 6
síéttarinnar, rétt og hag viSkomandi kirkna og gagnsmuni
þjóðkirkjunnar allrar " ( bls. 104 - 105 ).
Prestssetrin verða því ekki skilin frá öðurum kirkjueignum, sem
viðrœðunefndunum er œtlað að fjalla um “.
Jafnframt töldum viö nauðsynlegt að fá nýja yfirlýsingu frá
kirkjumálaráðherra, ef breyting hefði orðið á afstöðu stjórnvalda frá
kirkjuþingi 1992.
Eftir því sem ég best veit, hefur ráðherra séð til þess að þessi
reglugerðarbreyting komi ekki til framkvæmda að svo stöddu og verði
af tilfærslu prestssetranna til þjóðkirkjunnar, sem síðar verður vikið að,
þarf vonandi aldrei til þess að koma.
V. Fvrningarsióður prestsetra og útihúsa beirra.
✓
I viðræðunum höfum við lagt áherslu á þann skilning gegnum
aldirnar, að sérhvert prestsembætti sé sjálfstætt og prestar beri ábyrgð á
rekstri og viðhaldi þeirra eigna, sem því tilheyra. Fyrningarsjóðir
prestsetra og útihúsa þeirra ( sem ákvæði eru um í lögum allt til 1947 )
voru rökrétt afleiðing af þeim skilningi . Allt frá árinu 1907 voru
þessum sjóðum ætlaðar tekjur, heimtar af prestum sem lögbundið
iðgjald af lánum og styrkjum til prestsseturshúsa. Báðir sjóðir eru
lögmælt séreign hvers prestakalls ( prestsembættis ), og varsla þeirra og
ávöxtun var lögbundin í Söfnunarsjóði íslands.
í álitsgerðinni 1984 spyr nefndin, hvað hafi orðið um þetta fé, og
taldi viðræðunefndin rétt að óska eftir upplýsingum stjórnvalda um þaö
efni, bæði í fyrrgreindu bréfi til biskups og við fulltrúa ráðherra í
viðræðunefnd ríkisins.
V. Fullvirðisréttur á prestssetrum.
Yiðræðunefndirnar hafa lítillega skoðað og rætt sérstöðu
prestsseturs- og kirkjujarða með tilliti til fullvirðisréttar og í ljósi
„reglugerðar um greiðslumark sauðfjárafurða á lögbýlum ..( o.s.frv. )",
nr. 336, frá 14. september 1992. Af gefnu tilefni var leitað eftir því,
hvort við vildum taka þau mál sérstaklega upp. Að svo komnu höfum
við ekki séð ástæðu til beinna afskipta af þeim né að reyna að breyta
þeirri stefnu sem ráðuneytið og biskupsstofa hafa mótað og haft
samvinnu um við stjórn P.Í., þ.e.a.s. að fullvirðirétturinn sé eign
staðanna. Athugun viðræðunefndanna á þeim málum er þó ekki lokið,
og munum við fylgjast með þeim áfram í tengslum við prestssetrin og
hlutverk þeirra.
VI. Afhending prestssetranna til bióðkirkiunnar,
Eins og fram kemur í bréfi dóms- og kirkjumálaráðherra ( sbr.
bls. 1 ), gerir hann ráð fyrir, að framtíðarskipan kirkjueignanna feli í
sér að kirkjan taki á sig auknar skyldur. Hefur hann nú óskað eftir því
við embættismenn sína, að samið verði frumvarp um að færa stjórnsýslu
prestssetranna til þjóðkirkjunnar og hafa viðræðunefndirnar fjallað
nokkuð um það mál á síðustu fundum. Þær hugmyndir, sem ráðuneytið
hefur rætt við biskupsembættið og kynnt nefndinni, svo og þær sem
mótast hafa í viðræðunum, eru í aðalatriðum þessar:
1. í stað núgildandi Iaga ( frá 1992 )..um fiármálaráðstafanir o.fl. á
sviöi kirkiumála “ yrðu sett ný lög, sdálfela þjóðkirkjunni fjá/hagslega
ábyrgð og stjórnun þeirra málaflokka, sem lögin taka nú til. í gildandi
lögum er um að ræða prestssetur, nýbyggingar og viðhald og eignakaup
á prestssetrum, embætti söngmálastjóra og Tónskóla þjóðkirkjunnar,
starfsbiálfun euðfræðikandídata, kirkiubine, prestastefnu 02 kirkiuráð,
133