Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 139
bls. 7
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar o.fl. Kirkjunni verði tryggður sérstakur
tekjustofn af óskiptum tekjuskatti, sem gæti oröið u.þ.b. 20 % af
núverandi kirkjugarðsgjöldum. Kirkjugarðsgjöldin myndu þá lækka sem
því næmi. Miðað yrði við fasta krónutölu líkt og gert er nú með
sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld. [ Hér er um að rœða upphœð, sem á
núvirði er u.þ.b. 86 - 90 milljónir ]. Til álita kemur, hvort önnur
trúfélög fengju samsvarandi gjald og þjóðkirkjan miðað við meðlimatölu
og Háskóli Islands vegna þeirra, sem standa utan trúfélaga.
Almenn lækkun á útgjaldaliðum fjárlaga, að því er tekur ti,l
kirkjunnar, kæmi þannig fyrst og fremst niður á kirkjugörðunum. A
móti kæmi, að þjóðkirkjan héldi í horfinu á öðrum sviðum en tækist
samhliða á hendur aukna fjárhagslega stjórnun og ábyrgð á þeim
málaflokkum, sem að ofan greinir.
Hugmynd að útfærslu hefur verið sett fram um að stofna sérstakan
kirkiumálasióð eða rekstrarsióð bióðkirkiunnar. sem hefði þennan
lögboðna tekjustofn, og lúti stjórn kirkjuráðs, að öðru leyti en því er
tæki til þess hluta sem félli til prestssetranna. Sá hluti færi í sérstakan
prestssetrasióð. er hefði sérstaka stjórn með heimili og varnarþing á
biskupsstofu. Umsjón með nýbyggingum og viðhaldi prestssetra yrði í
höndum stjórnar þess sjóðs.
Þessi tilhögun myndi auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar og vera
nokkur trygging fyrir þessa málaflokka, einkum prestssetrin, þar sem
lögum um íbúöarhúsnæði í eigu ríkisins frá 1968 vrði bá ekki lengur
beitt gagnvart íbúðarhúsnæði á prestssetrum. Hér yrði fyrst og fremst
um stjórnsýslulega tilfærslu aö ræða en ekki tekin afstaða til
grunneignarréttarins að svo komnu, en réttarstaða eignanna ætti þó að
vera skýrari eftir en áður.
2. Prestssetrin.
Varðandi prestssetrin hafa eftirfarandi hugmyndir m.a. verið ræddar:
a. Settur verði með lögum á stofn sérstakur prestssetrasjóður, sem
hafí heimili og varnarþing á biskupsstofu og fari með fyrirsvar
fyrir eignirnar í dómsmálum, ef því er að skipta.
b. Sjóðurinn hafí þriggja manna stjórn, sem t.d. biskup, ráðuneytið
og stjórn P.í. tilnefna.
c. Sjóðurinn hafí sem markaðan tekjustofn það umsamda framlag
ríkisins, sem að ofan greinir ( gegnum kirkjumálasjóðinn ),
Ieigutekjur af prestssetrum, afgjald af jarðnæði, eignasölu og
framlög sókna til sérstakra verkefna.
d. Hlutverk sjóðsins verði skilgreint sérstaklega, t.d. hvar og
hverjum verði látið prestssetur í té, hvernig staðið verði að
viðhaldi þeirra og ákvörðun um nýbyggingar og eignakaup við
ábúðarlok presta.
e. Sjóðstjórn taki ákvörðun um húsaleigu og afgjald af jarðnæöi
og setji samræmdar reglur um eftirlit með eignunum.
Ymis lögfræðileg álitamál þarf að skoða nánar, svo sem með
uPPgjör milli prestssetrasjóðs og ríkisins, lagaskilarétt, réttarstöðu
presta við breytinguna o.fl.
Þá eru ýmis hagnýt framkvæmdaratriði einnig álitamál, t.d.
varðandi kostnað við stjórnun og eftirlit meö eignunum og með
stjórnsýslukæru vegna ákvarðana sjóðstjórnar o.fl. Einnig hafa vaknað
spurningar um húsaleigustyrk þann, sem nú er greiddur þeim
sóknarprestum, sem ekki fá húsnæði til afnota.
Það skal áréttað, að hér er aðeins um hugmyndir að ræða og er
nefndinni þörf á, að prestastefnan ræði04?aer, og hún fái að heyra sem
flest sjónarmið.
Þá leggur viðræðunefnd kirkjunnar áherslu á, aö hér verði aðeins
um rammalöggjöf að ræða, svo að kirkjan geti, ef vilji stendur til,
hagað umsjón og ábyrgð prestssetra í samræmi við þá réttarstöðu þeirra,
134