Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 140
bls. 8
sem hefur verið viðurkennd um aldir. Pretssetrin eru þá hluti embætta er
ber að skoða sem sjálfseignarstofnanir, sem presturinn ber fulla ábyrgð
á og tryggir varðveislu á með Iaunum sínum. Það leiðir af sjálfu sér, að
auknar skyldur og aukin ábyrgð þjóðkirkjunnar á eigum sínum kallar um
leiö á aukna ábyrgð og skyldur prestanna, sem hafa umsjón eignanna
með höndum.
VII. Lokaorð.
Ljóst er að viðræðurnar um framtíðarskipan kirkjueignanna í
landinu eiga langt í land og margt þarf skoða vel. Álitamál koma mörg
við sögu. Vandi okkar, fulltrúa kirkjunnar, er annars vegar sá, að lítil
markviss umræða hefur farið fram um þessi mál á kirkjulegum vettvangi
og þar af leiðandi engin stefnumótun gerð fyrir framtíðina, - og hins
vegar þeir fjárhagserfiðleikar, sem nú steðja að þjóðarbúinu og kalla á
sparnaðaraðgerðir á öllum sviðum. Þær aðstæður setja óhjákvæmilega
merki sín á þær viðræður, sem ég hefi kynnt hér að framan og veikja
alla bjartsýni um sókn fyrir kirkjunnar hönd í bili .
Engu að síður bind ég vonir við að þær vinsamlegu viðræður sem
við höfum átt, skýri línurnar í samskiptum ríkis og kirkju og geti þokað
ýmsum málum til betri vegar. Til þess stendur góður vilji báðum megin
borðsins.
Kirkjuþing 1987 fól kirkjuráði að skipa nefnd til að gera tillögur
um framtíðarskipan kirkjueigna og samskipti ríkis og kirkju almennt á
fjármálasviði. Þessi samþykkt gekk ekki eftir, sennilega fyrst og fremst
vegna þess að beðið var eftir skrá þeirri yfir kirkjueignir á íslandi 1597
- 1984, sem hin stjórnskipaða nefnd hafði falið Ólafi Ásgeirssyni að
vinna og myndaði seinni hluta álitsgerðar hennar.
Því verki er nú lokið ( febrúar 1993 ) og höfum við óskað eftir, að
sömu aðilar fái það í hendur og fengu fyrri hluta álitsgerðarinnar. Með
því er unnt að ná utan um þær jarðeignir, sem enn standa eftir sem
kirkjueign.
Þá eru viðræðunefndirnar jafnframt að Iáta vinna sérstaka skrá yfir
húsnæði á prestssetrum og jarðnæði sem fylgir prestssetrum, ( ásamt
útihúsum, ræktun og hlunnindum ), þ.e. að færa til núvirðis þær skrár,
sem birtar voru í álitsgerð starfskjaranefndar frá 1986. Þessu verki er
ekki lokið, en lausleg athugun sýnir, að enn standa eftir 84 hús, og
jarðnæði fylgir 43 prestssetrum.
135