Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 144
notadijúg í þessu efni auk fleiri rita innlendra sem erlendra.
í þessari áfangaskýrslu verður sögulegt baksvið núverandi kirkjuskipulags rakið stuttlega
en síðan fjallað um hugmyndir nefndarinnar um framhaid starfsins. Loks veröur skýrt frá
þróun mála á Norðurlöndunum undanfarin ár.
l. Sögulegt baksvið núverandi skipulags.
a) Almennt um samband ríkis og kirkju.
í greinargerðinni sem fylgdi tillögunni á síðasta kirkjuþingi voru sögulegar rætur
kirkjuskipulagsins nokkuð raktar. Hér veröur dálitlu \hð það aukið þótt meginatriði
skýrslunnar séu hugmyndir nefndarinnar um það verkefni sem framundan er.
Samband ríkis og kirkju er með ýmsum hætti frá einu landi til annars. Þar koma til
mörg atriði eins og kirkjuskilningur og ríkisskilningur, söguþróun og söguhefð. Hvert sem
formið er hlýtur það þó m.a. að byggja á hinu upprunalega sambandi hins kristna
samfélags og hins veraldlega yfirvalds eins og það er í Nýja testamentinu.
I frumkirkjunni og fornkirkjunni er ekki um neitt formlegt samband ríkis og kirkju að
ræða. Margt bendir þó til að kristnir menn hafi reynt að komast af í Rómarveldi án
mikilla árekstra við ríkisvaldið. Oft er vitnað til umdeildra orða Páls postula í 13. kafla
Rómveijabréfsins: "Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum sem hann er undirgefinn. Því
ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði." Og
ekki er dregið úr þessum orðum í fyrra Pétursbréfi, öðrum kafla. Hitt er svo annað mál
að boðskapurinn sem slíkur var iðulega ögrandi við yfirvöld og hlaut að bjóða upp á
árekstra eins og raunin varð þá og er þar átt við ofsóknir á hendur kristnum mönnum,
m. a. þegar þeir neituðu að tilbiðja keisarann.
Þar kom að kristin trú varð lögleidd sem átrúnaður Rómarveldis og gefur auga leið
að þau umskipti breyttu hinu ofsótta samfélagi katakombanna í allt annars konar
samfélag. Sífelld átök voru um það á miðöldum hver átti að ráða, páfi eða keisari,
biskupar eða konungar. I kirkjuveldi miðalda hafði kirkjan einokunaraðstöðu og hvor
studdi annan, páfi og keisari.
Hin miklu umskipti verða með siðbót Lúthers þegar kirkjuveldinu er afneitað. Fyrst
í stað voru furstarnir eins konar neyöarbiskupar meðal lútherskra manna og þróunin varð
sú að andlegt og veraldlegt vald rann saman í eitt. Það var upphafið á hinu sérstaka
ríkiskirkjufýrirbæri síðari tíma í löndum lútherskra. Rómversk-kaþólska kirkjan hefur alla
tíð og allt til þessa dags viðhaldið þeirri skipan að líta á sjálfa sig sem "ríki í ríkinu", ríki
sem lýtur að verulegu leyti sérstökum lögum kirkjuréttarins (hins kanóníska réttar). Meðal
lútherskra varð þróunin hins vegar önnur eins og þegar er sagt. Þar varð þjóðhöfðinginn
höfuð kirkjunnar, ofar biskupum og prestum. Þetta var rökstutt með skírskotun til
reglunnar cujus regioejus religioog er þar átt við að trúarbrögð þjóðhöfðingjans ákvarði
hvaða trúarbrögð gildi á viðkomandi landsvæði. Hugtakið ríki var ekki notað fyrr en
síðar, í staðinn notuðu siðbótarmenn orð eins og Obrigkeiteða yfirvald.
Það var einnig afdrifaríkt fýrir framhaldið að Lúther valdi hina móðurlegu kirkjugerð
(ecclesiastical type á ensku), það merkir að kirkjan er alltaf til staðar, hún er alltumlykj-
andi, ávallt nærri, ávallt til taks. Hún hefur táknrænt gildi í samfélaginu með nærveru
sinni. Hún er opin og breið. Þar greinir hún sig frá sértrúarkirkjugerðinni (sectarian type)
sem er félag þeirra sem trúa.
b) Um kirkjuskipanir
Kirkjuskipanir voru samdar í stórum stíl á 16. öld, öld siðbótarinnar. í þeim var leitast
Áfangaskýrslaskipulagsnefndartil kirkjuþiíigs 1993.
Bls.
139