Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 145
viö að setja reglur um skipulag kirkjunnar út frá skipun Guðs orðs. Hún var fyrst sett
fyrir Danaveldi árið 1537 og staðfest fyrir íslands árin 1541 og 1551. Ordinansían var
rituð í nafni konungs. Það var konungurinn sem tók að sér skipulagsmál kirkjunnar sem
praecipiuummembrumecclesiaeeins og Melanchton kallaði hann. Jóhannes Bugenhagen
var aðaihöfundur hennar en hann hafði unnið hhðstæð verkefni víða.
Ordinansían var í sex hiutum: Um laerdóminn, um kirkjusiöi, um skólana, um uppihald
prestanna og fátækra framfærslu, um biskupana og að síðustu um bækur þær er hverjum
presti beri aö eiga.
1607 var staðfest ordinansía fyrir Noreg og var hún samþykkt árið 1629 fyrir Island.
Ordinansían myndaði grunn að ákvörðunum um kirkjuna. Fyrsti hluti hennar, um
lærdóminn, var tekinn upp í lögum um kenningarlega undirstööu kirkjunnar (þ.e.
konungalögin frá 1665 og Norsku lög Kristjáns V. frá 1685, stjómarskráin 1874/1944
(hugt. evangelísk-lúthersk kirkja)). Um kirkjusiði var fjallað í messusöngsbókum og
handbókum fyrir presta. Kirkjuritúalið frá 1685 skiptir miklu máli í sambandi við bæði
kirkjusiðina svo og um stöðu presta og biskupa (eiðspjöllin). Erindisbréf fyrir biskupana
kom um 1740 og samsvaraði 5. hluta Ordinansíunnar um biskupana. Um skólana var
fjallað í sérstökum reglugeröum og smám saman löggjöf um alþýðufræöslu, nefna má
tilskipun um ferminguna sem merkan áfanga á því ferli.
Á sautjándu öld er kirkjan orðin það nátengd ríkisvaldinu að öll lög og reglugeröir,
sem starf hennar varða, rúmast innan geira þess en það sem snerti kirkjusiði og
embættisstörf presta var að finna í handbókum kirknanna. Þróunin frá furstakirkjunni er
að heita má bein og hnökralaus í átt til ríkiskirkjunnar.
c) Um hið kristna þjóðríki
í KirkjusöguÞýskalands segir kirkjusagnfræðingurinn Johannes Wallmann: "Ríkiskirkjan
meðal mótmælenda kemur fram í sinni skírustu mynd í Prússlandi á 18. öld. I prússnesku
héruðunum var kirkjan fullkomlega ósjálfstæð og ríkisvaldinu til þjónustu." Hann vitnar
til orða konungsins, Friðriks Wilhjálms þriöja (1797-1840): "... að mótmælendakirkjan í
landi voru sé í raun ekki sjálfstæð kirkja, ekki nein skipulagsleg heild heldur einvörðungu
partur af ríkiskerfinu, stofnum sem er í eðli sínu einna skyldust lögreglunni, mætti líka
kallast siðferðisleg stofnun." Við þetta bætir sagnfræðingurinn þessum orðum: "Þannig eru
aðstæður þegar Schleiermacher kemur fram á sjónarsviðið og hrópar á aðskilnað ríkis
og kirkju." (KirchengeschichteDeutschlands II, Frankfurt/M 1973, bls. 176 og 178).
Lútherska kirkjan þróaöist í Þýskalandi og á Norðurlöndum fram undir lok átjándu
aldar sem kirkja einvaldskonungsins og naut einokunaraðstöðu, svo var vissulega einnig
hér á landi. Með upplýsingartímanum og frönsku stjórnarbyltingunni 1789 varð
gerbreyting á hinni lúthersku kirkju. Þeirri þróun var veitt í ákveðinn farveg í lögum
Prússaveldis og rann þaðan inn í lagabálka danska ríkisins. Endurskipulagníng
kirkjufyrirkomulagsins fer fram í Prússaveldi eftir Napóleónstímann. Það er ríkiskirkja
upplýsingarinnar, þar sem lykilorðið er umburöalyndi. Það merkir að kristnir menn
(kirkjan) njóta ekki einokunaraðstöðu heldur er gert ráö fyrir því að aðrir eigi jafnan rétt
til embætta í ríkinu.
Það kúrkjufyrirbæri sem hér er til umræðu er ríkiskirkja hins kristnaþjóðríkis.Saga þess
verður ekki rakin hér né heldur hugmyndafræöi þess til hlítar. Hér er aðeins á þessu
tæpt til að undirstrika að úr þeim jarðvegi er stjómarskrá okkar sprottin og þar með
Áfangaskýrslaskipulagsnefndartil kirkjuprCgs 1993.
Bls.
140