Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 146
kirkjuhugsjón hennar. Þar er íslenska kirkjan kölluö þjóðkirkja sem ríkinu beri aö vemda
og styðja.
Hér er hið kristna þjóðríki þar sem kristin trú er grundvöllur lífsins, stofnunin kirkja
boðar og stendur vörð um grundvallarlífsviðhorf samfélagsins og henni er ætlað að vera
slíkur hugmyndagrunnur. Hún verður í raun eitt ráðuneyti meðal annarra, hún verður við
hliö menntamáianna, dómsmálanna, heilbrigðismálanna, félagsmálanna, hermálanna o.s.frv.
Jafnframt er hún grundvöllur þeirra allra. Hún er undirstaða menningarlífsins og þar með
samfélagsins í heild.
Þessi þróun, sem hér er aðeins tæpt á, skiptir verulegu máli fyrir sögulegt baksvið
núverandi skipulags íslensku þjóðkirkjunnar og samband hennar við ríkisvaldið.
d) Um söguþróuníslensku kirkjunnar
í ritgerð eftir Bjöm K. Þórólfsson, "Um biskupsembætti á Islandi" (1956, bls. 63) segir
svo um þessa þróun: "Samkvæmt kristinrétti foma og öðmm bálkum þjóðveldislaganna
vom völd biskupa mikil, ef miðað er við völd, sem þjóðveldislögin veittu einstökum
höfðingjum að öðru leyti. Jafnvel í goðakirkjunni voru biskupar allra íslenzkra höfðingja
valdamestir.
Með kristinrétti Arna biskups var í lög leidd algjör páfakirkja. Þegar völd biskupa vom
komin í samræmi við fyrirmæli þess kristinréttar, voru þau miklum mun meiri en
biskupsleg völd í goðakirkjunni.
Siðaskiptin höfðu í för með sér byltingarkennda breytingu á réttarstöðu kirkjunnar og
embætti biskupa. Þeir misstu mikið af fomum völdum.
A tímabilinu frá siðaskiptum þangað til Harboe var hingað sendur má nefna íslenzku
kirkjuna landskirkju. Þrátt fyrir allar breytingar sem nýr siður og vald konungs yfír
kirkjunni höfðu í för með sér, varðveitti hún löggjafararf úr móðurkirkjunni með nokkurri
festu. Kirkjan var frjálsleg að mörgu leyti, þangað til embættismannastjórn einveldisins
komst hér á.
Lagaboð þau er runnin voru frá sendiför Harboes marka tímamót í íslenzkri
kirkjusögu. Frá setningu þeirra lagaboða allt til 1874 er íslenzka kirkjan ríkiskirkja í fyllsta
skilningi. Höfuðviðburður þessa tímabils er sameining hinna fornu biskupsdæma í eitt.
Stjómin vann að því að samræma kirkjulega löggjöf hér á landi danskri löggjöf um sömu
efni. Eftir að alþingi var endurreist hafði það að sjálfsögðu áhrif á löggjög um kirkjumál.
I lok tímabilsins fékk biskup innlendan yfirmann, landshöfðingja.
I stjómarskránni 5. janúar 1874 er svo fyrir mælt, að hin evangeliska lútherska kirkja
skuli vera þjóðkirkja á íslandi. Algjört trúfrelsi var einnig í lög leitt með stjómarskránni.
I skjóli þess frelsis starfa fríkirkjusöfnuðir og trúflokkar, sem standa utan þjóðkirkjunnar.
Síðan Island fékk stjórnarskrá hefur löggjöf um kirkjumál tekið miklum breytingum.
Stefna þeirra breytinga er tvíþætt. Vald sem biskup hafði áður hverfur undir veraldlega
landstjómendur, fyrst landshöfðingja, síðan ráðhema og ríkisstjórn íslands. Kirkjan verður
lýðræðisleg. Við það takmarkast vald landsstjómenda yfír henni og að sumu leyti
tillöguréttur biskups.
Síðan breytingin var gerð á synodalrétti með hæstaréttarlögunum 1919 er eiginlegt vald,
sem beinlínis fylgir biskupsembættinu, htið."
Frá árinu 1874 hefur, eftir því sem dr. Bjami Sigurðsson segir í doktorsritgerð sinni um
íslenskan kirkjurétt (bls. 83), ekkert breyst í gmndvallaratriðum. Öðm hvom hafa verið
gerðar breytingar á lögum sem snerta kirkjuna en aldrei hróflað við gmndvallarskipan á
sambandi ríkis og kirkju.
Áfangaskýrsla skipulagsnefndartil kirkjupings 1993.