Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 149
1918 viö upphaf Weimarlýðveldisins þegar sambandi ríkis og kirkju var slitið friösamlega
án þess að nokkuð breyttist ísjálfskilningi kirkjunnar sem þjóðkirkju eöa í starfsháttum
hennar nema til hins betra. Þar er lútherska kirkjan meö öðrum orðum þjóökirkja án
þess að vera ríkiskirkja. Hún var á sínum tíma leyst undan valdi ríkisins meö því að fá
sinn útmælda skammt fjármagns til aö ávaxta um ókomna framtíð þótt hinn fjárhags-
legi grundvöliur sé kirkjuskatturinn (sem er reiknaöur sem hlutfaU af skattstofni og getur
því orðið allhár hjá sumum). Þótt hið formlega ríkiskirkjusamband hafi verið rofið merkir
það ekki að allt samband við ríkiö hafi horfið. Kirkja og ríki hafa margs konar samninga
sín á milli um gagnkvæma þjónustu á ýmsum sviðum t.d. menntunar og líknarþjónustu.
Þessi nýja skipan kallaði á ítarlegar kirkjuskipanir(Kirchenordnungen,KIrchenverfassungen)
þar sem allt er vel skilgreint og útlistað bæði innri mál kirkjunnar og tengsl hennar við
hið opinbera.
Hér er algerlega sleppt umræðu um fríkirkjufyrirkomulagiö eins og það tíðkast
vestanhafs enda vafasamt að það eigi erindi til okkar.
Starfshættir kirkjunnar, skipulag hennar og samband viö ríkisvaldið hlýtur aö kalla á
sífellda endurskoðun. Sögulegar ástæður skýra hvers vegna kirkjumar á Norðurlöndum
(og þar með íslenska þjóðkirkjan) eru þjóðkirkjur í tengslum við ríkisvaldið en t.d.
lútherskar kirkjur vestanhafs eru þjóðkirkjur í fríkirkjuskilningi og þýskar kirkjur eru
þjóðkirlqur óháðar ríkisvaldinu. Sögulegar og félagslegar forsendur ákvarða það form
sem kirkjunni hentar best á hverjum tíma.
g) Um fjárhag kirkjunnar o.fl.
Miklu skiptir fyrir Qárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar að eignamálum hennar sé komið á
fastan grunn. í áratug starfaði ráðherraskipuð nefnd að því máli og hefur nú skilað síðari
hluta skýrslunnar þar sem ályktað er um réttarstöðu kirkjueigna. Ráðherra hefur fallist
á niðurstöður nefndarinnar. Nú starfa tvær nefndir, önnur skipuð af biskupi en hin
ráðherraskipuö. Samkvæmt ákvöröun ráöherra skulu þær móta tillögur um hvert skuli
vera framtíðarfyrirkomulag þessara eigna samkvæmt meginniðurstöðu skýrslunnar. Með
samningum við ríkisvaldið (eða eignauppgjöri við það) mætti væntanlega finna leiö til aö
nota þessar eignir auk annarra tekjustofna sem grunn að rekstrarfé kirkjunnar.
Hitt er svo annað mál að ríkiskirkjuarfurinn mun reynast viö breyttar aðstæður óháðri
þjóðkirkju þungur í skauti. Ný verkefni blasa við kirkjunni. Hér á landi hefur kirkjan
verið kirkja orðsins. Það hefur ekki verið á stefnuskrá hennar að reka sjúkrahús eða
líknarstofnanir, hvað þá skóla eins og kirkjur um allan heim hafa gert og gera enn. "Hvað
gerir kirkjan" er algeng spurning nú á dögum og þá er það löngu gleymt að sú spuming
er fráleit innan þjóðkirkjunnar, þar væri hin rétta spuming: "Hvað gerir hin kristna þjóð",
hvað gerir hún í menntamálum, í dómsmálum, í félagsmálum, í heilbrigðismálum.
Kirkjunni var ætlað að vera hin hugmyndafræðilega undirstaða undir allt þetta kerfi,
undir lífsviðhorf hins kristna þjóðríkis, ýta við því, áminna einstaklinga og stjómvöld þegar
svo bar undir en gefa þeim undir fótinn þegar þannig stóð á. Spuming er hvort óháð
þjóðkirkja ætti ekki að taka kröfur um aukin umsvif alvarlega og hefja rekstur á
líknarstofnunum, koma upp sínu eigin menntakerfi o.sfrv.
En hvað um undirstöðuna sem kirkjan átti að varðveita íhinu kristna þjóðríki, hvemig
er undirstaðan nú að því er lífsviðhorf samfélagsins varðar? Er það boðskapur kirkjunnar
eða hefur óræð fjölhyggjan haldið innreið sína? Er komin önnur hugmyndafræðileg
undirstaða - og þá hver? Umræður um samband ríkis og kirkju liggja í gegnum flókna
umræðu um hugmyndafræði á tímum þar sem meira að segja orðið hugmyndafræöi er
Áfangaskýrslaskipulagsnefndartil kirkjuþlágs 1993.