Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 150
býsna fáheyrt.
í nágrannaJöndum okkar hefur fariö fram lífleg umræða um þetta efni á undanfömum
árum og er það engum vafa undirorpið að sú umræða hefur frekar oröið til góðs en hins
gagnstæða.
Kirkjumar á Norðurlöndum eiga þaö sameiginlegt að vera þjóðkirkjur í tengslum viö
ríkisvaldiö. Það merkir í stuttu máli að þær séu ,fbreiðar" kirkjur sem vilja ná til allrar
þjóðarinnar. Öll lög um ytra starf kirkjunnar em sett af þjóðþinginu en víða em
kirkjuþing sem hafa vald í innri málum og em ráögefandi um ytri mál.
2. Umræður um skipulagsmál kirkna á Norðurlöndum.
Danmörk
Evangelísk- lútherska kirkjan í Danmörku er samkvæmt stjómarskrá þjóðkirkja. Sterk
tengsl emm milli ríkis og kirkju.
Ríkið er æðsta yfírvald kirkjunnar hvað varðar lagasetningu, kirkjustjóm og svokölluð
innri mál. Kirkjumálaráðuneytið fer með kirkjumál innan stjórnarráðsins.
Skipan dönsku kirkjunnar má í stuttu máli lýsa svo: Sóknin myndar grunneiningu
kirkjunnar. I hverri sókn er sóknarnefnd (menighetsrad). I sóknarnefndinni sitja
sóknarprestamir og í það minnsta sex leikmenn, kosnir af söfnuðinum. Sjálfstæði
sóknamefnda er takmarkað ; þær hafa fjármálastjóm í málum sínum einvorðungu að
hluta, sbr síðar og hafa ekkert með embættisfærslu prestanna að gera.
Prófastsdæmum er stýrt af prófastsdæmastjórn (prostiudvalg). I stjórninni sitja prófastur
og að jafnaði fjórir leikmenn, kosnir af sóknarnefndunum. Prófastsdæmastjómin hefur
m.a. tiisjón með fjárhagsáætlunum og kirkjureikningum sóknanna, og þarf að samþykkja
nýjar kirkjubyggingar, endurbyggingar á kirkjum og framkvæmdir við kirkjugarða.
Dönsku þjóðkirkjunni er deilt niður í biskupsdæmi. í hveiju biskupsdæmi er
biskupsdæmisstjórn (stiftsstyrelse) er biskup og landshöfðingi mynda. Eftirtektarvert er,
að hér er ekki um að ræða lýöræðislega kosna stjórn. Biskupsdæmisstjómin hefur tilsjón
með kirkjum, kirkjugörðum, prestssetrum og tilheyrandi jarðnæði sem falla undir umsjón
sóknamefndanna. Að auki hefur biskupinn tilsjón með hinu kirkjulega embætti.
Danska kirkjan hefur ekkert kirkjuþing eða kirkjuráð, engan vettvang fyrir kirkjuna í
heild sinni til að ráða ráðum sínum eða fjalla um sameiginleg málefni. (Dæmi: Þegar
danska kirkjan afgreiddi Líma skýrsluna var það gert með álitsgerð guðfræðiprófessora
við Kaupmannahafnarháskóla) Ríkisvaldið ákvarðar um kirkjustjórn, kirkjumál og
lagasetningu fyrir kirkjuna í heild. (Dæmi: Drottningin staðfestir nýja Biblíuþýðingu, nýja
sálmabók, messuhandbók, osfr.) Danska þingið getur, samkvæmt stjórnarskránni, sett lög
um hvaðeina er varðar kirkjuna, ytri sem innri mál. Reyndin hefur þó orðið sú, að þingið
fer varlega með vald sitt, sérstakiega varðandi hin innri mál, og lætur biskupunum eftir
tilsjón meö þeim.
Starfsemi kirkjunnar er fjármögnuð með sóknargjöldum og ríkisframlagi. Sóknargjöldin
renna til sóknanna. Laun presta og eftirlaun eru greidd af ríkisframlagi svo og hirða
kirkjugarðanna.
Innan dönsku kirkjunnar fer nú fram umræða um skipulag kirkjunnar. Þar takast á tvö
andstæð sjónarmið. Annars vegar það sjónarmið að halda beri í það skipulag sem lýst
hefur verið hér
á undan ; hins vegar það sjónarmiö að kirkjan skuli efla sjálfstæði sitt með því að koma
Áfangaskýrslaskipulagsnefndartil kirkjuþlpgs 1993.
Bls. 145