Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 151
sér upp kirkjuþingi er hefði sjálfstæðan ákvörðunarrétt varöandi málefoi kirkjunnar, líkt
og gerist á hinum Norðurlöndunum. Andstaöan við sjálfstætt kirkjuþing byggir á þeirri
hugmynd, að samsemd eða vitund (identiet) kirkju og þjóðar séu eitt ; það að vera
danskur þegn feli einnig það í sér að vera þegn kirkjunnar. Þjóð og kirkja séu því eitt,
og sjálfstætt kirkjuþing væri ávísun á hið gagnstæða.
Talsmenn kirkjuþings svara því til, aö sú staðhæfing að kirkja og þjóð séu eitt sé fyrir
löngu orðin ósönn, að kiriqan verði að geta brugðist við samfélagsþróuninni
(sekulariseringu) sem ein heiid, eitt félag, veröi að geta talað einni röddu. Því sé
núverandi skipan ómöguleg og óraunsæ gagnvart samfélagsgerðinni og taki einfaldlega
ekkert mið af henni. Því er einnig haldiö fram, að núverandi skipan ali á ábyrgðarleysi
innan kirkjunnar, þar sem hún hafi ekki sjálfstætt stjórntæki til að fjalla um mál sín. Aö
auki er því haldiö fram að ákvaröanir varðandi kirkjumál séu í raun teknar í leynum, þar
sem ákveðnir hópar innan kirkjunnar hafi um langa hríð haft betri aðgang að þingi og
ráðuneyti en aðrir ; hví ekki að fá þetta fram í dagsljósið, inn á kirkjuþing sem háð er
fyrir opnum tjöldum.
Svíþjóð.
Skipan sænsku kirkjunnar má lýsa svo í stuttu máli.
Ríkisstjóm og þing hafa á hendi ákvöröunarvald varðandi grundvallarskipan kirkjunnar
og fjármál hennar. Nýrri kirkjulöggjöf (kyrkolag) frá 1992 má lýsa sem rammalöggjöf ;
kirkjuþingið (kyrkomötet) hefur vald til að setja nákvæmari reglur um einstök atriöi,
innan ramma laganna.
Æðsta vald í málefnum kirkjunnar er falið kirkjuþinginu er kemur saman árlega. A
þinginu eiga sæti 251 fulltrúi. Engin ákvæði eru um hlutföll milli læröra og leikra, en nú
sem stendur eru um það bil 35% fulltrúa guðfræðingar. Kirkjuþingsmenn eru kosnir af
kjörmönnum sem almenningur í kirkjunni kýs ; kosningin er listakosning og bjóða
stjómmálaflokkamir fram. Þá eiga biskupar kirkjunnar , 14 talsins, sæti á þinginu meö
málfrelsi og tillögurétt, nema þeir séu kjömir fulltrúar. Erkibiskupinn í Uppsölum er
forseti þingsins.
Kirkjuþingið kýs 15 manna framkvæmdanefnd (centralstyrelsen), undir hana heyrir
stjómarskrifstofa (sekreteriat) er framfylgir ákvörðunum kirkjuþings og
framkvæmdanefndar. Undir stjómarskrifstofuna heyra fimm deildir ; skipulags- og
fjármáladeild, lögfræðideild, deild sem fjallar um guðfræði og samkirkjuleg málefni,
upplýsingadeild og rannsóknarstofnun í guðfræöi.
Sænsku kirkjunni er deilt upp í 13 biskupsdæmi. Erkibiskupinn er höfuðbiskup
kirlq'unnar. Biskupar eru skipaðir af ríkisstjóminni, er velur einn af þremur efstu mönnum
í kosningu. Biskupafundur (biskopsmötet) er samráösvettvangur biskupanna.
Gmnneining kirkjunnar er sóknin (2552 sóknir alls)
Sóknimar mynda prestaköll (pastorat) (1116 prestaköll). Prestakallinu stýrir sóknarprestur
(kyrkoherde). Hverri sókn er stýrt af sóknamefnd (kyrkofullmáktige) og
framkvæmdanefnd (kyrkorád). Sóknarpresturinn situr ex officio í framkvæmdanefnd.
Prestaköllin mynda samtök á landsvísu (pastoratförbundet) sem eru eins konar
vinnuveitenda- og hagsmunasamtök prestakallanna.
Sóknimar mynda samtök innan biskupsdæmanna (stiftssamfallighet). Þessi samtök eiga
að stuöla að samvinnu um kirkjuleg málefni og safnaðarstarf innan biskupsdæmanna, og
Afangaskýrslaskipulagsnefndartil kirkjuþi^gs 1993.
Bls. 146