Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 152
greiða sóknimar ákveðið hlutfall af tekjum sínum til samtakanna.
Stjóm samtakanna (stiftstyrelsen) fer með fjárreiöumar og æðstu stjóm í málum
stiftisins ; biskupinn er formaður stjómarinnar. Meðal þess er heyrir undir stjómina er
ákvörðun um sóknarmörk, ákvörðun um staösetningu prestsembætta (biskupsdæmið fær
ákveðinn fjölda embætta í sinn hlut, samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar
kirkjuþingsins (centralstyrelsen) ; þá útdeilir stjómin framiagi biskupsdæmisins úr
jöfnunarsjóði kirkjunnar (kyrkofonden), til einstakra sókna, samtaka og kirkjulegra aðila.
Þá tengjast kirkjueignastjóm og dómkapítuli biskupsdæmisstjóminni. Kirkjueignastjómin
hefur tilsjón með kirkjueignum í biskupsdæminu : dómkapítulinn fjaUar um málefni
klerkastéttar, kenningu og litúrgíu innan biskupsdæmisins.
Noregur.
Skipan Norsku kirkjunnar einkennist af mjög nánu og oft innilegu sambandi ríkis og
kirkju.
Samkvæmt stjómarskránni er kenning hinnar Evangelisk-
lúthersku kirkju opinber trúarbrögð ríkisins. Vegna þessa heyrir kirkjan beint undir
konung. Stjómsýsla kirkjunnar er á ábyrgð kirkju- og kennslumálaráðuneytis ; ákveðinn
hluti kirkjustjórnarinnar er þó falin kirkjulegum stofnunum.
Ríkisstjórnin hefur á hendi tilsjón fyrir hönd konungs. Stjómarskráin kveöur á um, að
helmingur ráðherra, að minnsta kosti skuli vera í kirkjunni ; þeir einir mega taka þátt í
afgreiðslu kirkjulegra mála innan ríkistjórnarinnar.
Gmnneining Norsku kirkjunnar er sóknin (sokn) ; sóknir mynda prestaköll
(prestegjeld), prestaköllin mynda síðan prófastsdæmi (prosti). Biskupsdæmin
(bispedömme) em 11 talsins.
Fjöldi biskupsdæma ákvarðast með lögum en ríkistjómin ákvarðar með reglugerðum
skipan og fjölda sókna, prestakalla og prófastdæma.
Þaö sem einkum gerir Norsku kirkjuna frábmgðna öðmm kirkjum á Norðurlöndum eru
fjárhagstengsl sókna og sveitarfélaga. Sóknimar em ekki sjálfstæðar fjárhagslegar einingar,
og þá álitamál hvort þær eru sjálfstæðar félagslegar einingar. Rekstrarfé sóknanna kemur
frá sveitarfélögunum, þar með talin laun starfsmanna sóknanna. Þá leggja sveitarfélögin
sóknunum til fé vegna kirkjubygginga og kirkjugaröa og standa undir kostnaði við
prestsetur. Prestar og biskupar þiggja hins vegar laun sín beint úr ríkissjóði og teljast
opinberir starfsmenn
I hverri sókn er sóknarnefnd í forsvari. í sóknamefndinni sitja sóknarprestur og fjórir
til tíu leikmenn kosnir á aðalsafnaðarfundi. Sóknamefndin hefur umsjón með
safnaðarstarfi, hefur tilsjón með kirkju og kirkjugarði, ræður starfsmenn til sóknarinnar
og annast fjáröflun tii kirkjustarfsins. Þegar sóknamefndin fjallar um málefni sem
sveitarfélagið hefur ákvörðunarvald um situr fulltrúi sveitarfélagsins fundi.
I biskupsdæmunum eru biskupsdæmisráð (bispedömmerád) og biskup í forsvari. í
biskupsdæmisráðinu sitja biskupinn, einn prestur og fimm leikmenn. Ráðið fjallar um
samvinnu sókna, kirkjulegra stofnana og félaga innan biskupsdæmisins og útnefnir
kandídata fyrir biskupskosningu.
Kirkjuþing Norsku kirkjunnar var stofnsett með lögum árið 1984. Fulltrúar í
biskupsdæmaráðunum eru kirkjuþingsmenn. Kirkjuþingið fjallar um starfsemi kirkjunnar,
✓
Afangaskýrslaskipulagsnefndartil kirkjuþtfrgs 1993.