Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 154
a) Um aukið sjálfstæði kirkjunnar og kirkjuþing
Um langan aldur hefur æðsta stjóm kirkjunnar verið í höndum Alþingis. Þar sitja þó
menn sem gera má ráð fyrir að hafi misjafnan áhuga og misjafnlega mikla þekkingu á
málefnum kirkjunnar. Þeim er ætlað að taka afdrifaríkar ákvarðanir. Kirkjuþing er hins
vegar valdalítil stofnun og Qárvana. Hlutverk þess er eingöngu ráðgefandi og þá hefur
reynslan sýnt að takmarkað mark er tekið á ráðum sem það gefur.
Rökstyðja mætti í löngu máli hvers vegna eölilegt er að færa völdin frá Aiþingi til
Kirkjuþings. Andstætt sjónarmið má vissulega einnig rökstyöja út frá þjóðkirkjuhugsjóninni
og gQdi þess að stjórnmálamenn taki ábyrgð á þjóðkirkjunni. Finna þarf jafnvægi milli
ábyrgðar stjómmálamanna annars vegar og sjálfsforræöis kirkjunnar í þrengri skilningi
hins vegar og það verður gert með því að viðhalda sögulegum tengslum milli ríkis og
kirkju en skiigreina þau að nýju, jafnframt því sem völd kirkjuþings verði aukin.
Augljóst er að vald og fjármál haldast í hendur. Við núverandi aðstæður sér
ríkisvaldið um innheimtu á sóknargjöldum fyrir þjóðkirkjuna, þau renna til aö kosta
starfsemi safnaöanna. Kostnaður við yfirstjórn þjóðkirkjunnar, laun presta og viðhald
prestsbústaða auk ýmissa annarra þátta í starfsemi kirkjunnar koma um ríkissjóð.
Á undanförnum árum hefur gætt greinilegrar tilhneigingar til að auka sjálfstæði
kirkjunnar (má þar nefna kristnisjóð, jöfnunarsjóð, héraðssjóöi, fjárhag sókna, auk þess
sem íyrir liggur frumvarp um kirkjumálasjóð... )
Kirkjuþing þarf að vera þing með raunveruleg völd á sviði laga og fjármála. Það
sem vinnst við þetta er aukið sjálfstæði kirkjunnar. Afleiðingar af auknu sjálfstæði eru
m.a.:
- 1) skilvirkari vinnubrögð,
- 2) aukið frumkvæði innan kirkjunnar
- 3) aukin ábyrgð (sem býður þá jafnframt upp á átök þegar tekist er á fjármagn og
leiðir).
Breytingu af þessu tagi hlýtur að fylgja ítarleg skoðun allra laga sem um kirkjuna
Qalla. Kirkjuþing verður að vera ábyrgðarmikil stofnun sem ber meiri ábyrgð en áður á
lagasetningu og fjármálum sem varöa starf hennar.
Þótt kirkjuþing fái hér veruleg völd er eftir sem áöur gengið út frá sókn og söfnuði
sem grunneiningu í allri starfsemi hennar innan prófastsdæmanna.
Hugmyndin um eflingu kirkjuþings kallar síðan á ítarlegri umfjöllun um það að öðru
leyti. Svo sem
- hveijir skulu eiga sæti á kirkjuþingi,
- hversu margir fulltrúar skulu sitja þar,
- hvert skal hlutfall presta og leikmanna vera,
- hvemig er eðlilegast að haga kosningafyrirkomulagi.
Öll þessi atriði skipta miklu máli. Vægi þeirra veltur aö verulegu leyti á því hvert
hlutverk þingsins skal vera, hvort það skuli nánast eingöngu fjalla um innri mál kirkjunnar
eða hvort því sé einnig ætlað að vera fullfæru um að taka til meðferðar málefni sem
kirkjan vill fást við á þjóðmálavettvangi.
Sterkt kirkjuþing hlýtur einnig að vekja spumingar um hlutverk prestastefnu og
leikmannastefhu.
Hvað stöðu prestsins varðar virðist ekki þörf neinna breytinga.
b) Hugmynd að almennri kirkjuskipan
y
Afangaskýrslaskipulagsnefndartil kirkjuþ$ng$ 1993.
Bls.
149