Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 155
í greinargerö með samþykkt kirkjuþings 1992 er rætt um innra og ytra skipulag
kirkjunnar. Þar er um mikla einföldun aö raeða þar eö innra og ytra skipulag kirkjunnar
verður ekki aögreint svo vel fari. Allt skipulag kirlqunnar er ein heild. Hins vegar ber að
skilja þessa skiptingu á þann veg að annars vegar sé um aö ræða ramma starfsins, allt
frá starfí einnar sóknar og verkefnum hvers starfsmanns hennar til æöstu stjómar
kirkjunnar, biskups, kirkjuþings, ráðherra, Alþingis og forseta. Þaö sem kallað er innra
skipulag kirkjunnar í greinargerðinni lýtur hins vegar (eins og þar kemur raunar fram)
að kirkjusiðum, helgihaldi, kirkjuhúsinu og búnaði þess, embættisverkum prestanna og
öðru slfku sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að kalla á meginreglur að einhverju marki.
Eins og áöur er fram komiö var fjallaö um slík mál í kirkjuskipunum (ordinansíum) fyrri
tíma, síðar lá leið þeirra inn í handbækmr kirkjunnar en nú eru þær óðum að finna leið
inn í erindisbréf af ýmsu tagi. Þetta mikilvæga verkefni hlýtur þó að koma á eftir hinu
verkefninu sem er mun viðameira og meginhluti þessarar skýrslu hefur Qallað um.
Skipulag kirkjunnar er til þess að auðvelda köllunarstarf hennar, boðun orösins. I
lútherskum kirkjum er eðlilegt að grundvöllur slíkrar endurskoðunar byggist á
guðfræðilegum, samtímalegum og sögulegum rökum. I mörgum atriðum þarfnast skipulag
íslensku þjóðkirkjunnar engra breytinga við en augljóst er að í mörgu er því ábótavant.
Það þarf ekki að koma á óvart þegar þess er gætt að engin heildarúttekt hefur nokkru
sinni verið gerð á því þótt slíkt hafí oftar en einu sinni veriö reynt.
c) Frumdrögað rammalöggöf um þjóökirkjuna
Nefndin hefur samið frumdrög að rammalöggjöf um stöðu, stjóm og starfshætti íslensku
þjóðkirkjunnar. Hún hefur ekki framkvæmt annars konar úttekt á gildandi lögum um
málefni þjóðkirkjunnar. Við gerð draganna fylgdi nefndin þeirri stefnu að hafa efni
rammalöggjafar skýrt og einfalt en jafnframt er gert ráð fyrir ítarlegri löggjöf um tiltekin
kiriquleg málefni og auk þess ítarlegum reglum um almenna kirkjuskipan.
Lög um stöðu. stiórn og starfshætti íslensku þióðkirkiunnar
Frumdrög til kynningar og umræðu.
1. kafli
Heiti og undirstaða
*
1. gr.Islenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lútherskum grunni.
2. kafli
Réttarstaða
2. gr.íslenska þjóðkirkjan nýtur sjálfræðis gagnvart rikisvaldinu innan lögmæltra marka.
Þjóðkirkjan og stofnanir hennar njóta sjálfstæðrar eignhelgi og koma fram sem sjálfstæöir
aðilar gagnvart almannavaldinu.
Ríksivaldinu ber að styðja og styrkja íslensku þjóðkirkjuna.
3. gr.íslenska ríkið greiðir íslensku þjóðkirkjunni áirlegt tillag sem miðist viö að það nægi
til reksturs kirkjunnar ásamt öðrum tekjustofnum hennar, lögbundnum sem ólögbundnum.
4. gr.Dóms- og kirkjumálaráðuneytiö hefur meö höndum tengsl viö íslensku þjóökirkjuna
Afangaskýrsla skipulagsnefndartil kirkjuputg^ 1993.
Bls. 150