Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 160
GREINARGERÐ
Sameinuðu þjóðimar hafa ákveðið að árið 1994 verði alþjóðlegt ár fjölskyldunnar.
Hér á landi er það félagsmálaráðuneytið undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur,
félagsmálaráðherra, er annast hefur undirbúning aðgerða á árinu. Landsnefnd um Ár
fjölskyldunnar 1994 var sett á stofn haustið 1991. Formaður nefndarinnar er Bragi
Guðbrandsson, aðstoðarmaður ráðherra. Auk félagsmálaráðuneytisins eiga 3o stofnanir
og samtök aðild að landsnefndinni, þar á meðal Þjóðkirkja íslands. Fulltrúi hennar í
nefndinni er Þórey Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og guðfræðinemi.
Fræðslu-og þjónustudeild kirkjunnar ákvað snemma þessa árs að leggja sitt af mörkum til
að undirbúa þátttöku kirkjunnar í Ari fjölskyldunnar 1994. Til aðgreiningar og til að
undirstrika hve miltils kirkjan metur þann málstað sem hér býr að baki kýs fræðsludeild
að gefa verkefninu heitið Ar fjölskyldunnar í kirkjunni. Með því heiti er lagt til að
Þjóðkirkjan noti það tækifæri sem nú býðst til að helga krafta sína velferðarmálum
fjölskyldunnar á sem víðustum vettvangi í starfsemi sinni. Jafnan hefur kirkjan viljað hag
og hetil heimila og fjölskyldna sem mestan, og sýnt það með margvíslegum hæni, meðal
annars með fjölmörgum ályktunum og samþykktum á kirkjuþingi og prestastefnum. Nú á
komandi Ari fjölskyldunnar er lag til að samstiUa kraftana og hrinda í framkvæmd góðum
áformum, gömlum jafnt sem nýjum.
Markmið Árs fjölskyldunnar í kirkjunni er að styrkja stöðu fjölskyldunnar sem
grunneiningar í mannlegu samfélagi. Kirkjan tekur heils hugar undir þau sjónarmið, að
eitt brýnasta verkefnið til að ná því markmiði sé að leggja grunn að heilsteyptri
fjölskyldustefnu. Slík stefna, sé hún meira en orðin tóm, boðarrónækt endurmat á
verðmætamati, nánast hvar sem borið er niður í hina samfélagslegu skipan, í uppeldis-og
skólamálum, atvinnumálum, efnahagsmálum, húsnæðismálum, heilbrigðis-og
félagsmálum, svo nokkuð sé nefnt. Hér er með öðrum orðum vikið að þeim ytri
búnaði, sem hvað mestu ræður um hagsæld fjölskyldunnar í bráð og lengd. En þótt
hagsældin vegi þungt þá ræðst farsœld fjölskyldunnar af fleiri þáttum, sem vafalaust
valda enn meiru um lífslánið. Þá beinast sjónir að hinni innri gerð fjölskyldulífsins,
hvemig þau sem fjölskylduna mynda, á öllum æviskeiðum þeirra, eru undir það búin, að
sálar-og siðferðisstyrk og atgervi öllu, að ganga saman lífsgönguna er hefst með fæðingu
og lýkur með dauða.
Sé farsæld fjölskyldunnar skoðuð í þessu heildarsamhengi ytri búnaðar og innri gerðar þá
mun koma í Ijós, að þann styrk sem fjölskyldan þarfnast til að „lifa af' jafnt í meðlæti
sem mótlæti, sækir hún til þess innri styrks í andlegum skilningi sem hún hefur sér til
stuðnings. Samræmd, heilsteypt fjölskyldustefna er reist í senn á ytri og innri búnaði
fjölskyldunnar, og á gagnkvæmri viðurkenningu á mikilvægi hvors t\'eggja fyrir
heilladrjúgt fjölskyldulíf.
*
I eftirfarandi hugmyndum og tillögum er fyrst og fremst hugað að hvemig styrkja megi
fjölskylduna að innri gerð á öllum æriskeiðum hennar. Markmiðið er mótun
fjölskyldustefnu á grunni kristinnar trúar og lífsskoðunar.
155