Gerðir kirkjuþings - 1993, Síða 168
þjóðmálanefnd bls. 2
Störf þjóðmálanedndar
Á árinu 1992 fór mestur tími nefndarinnar í að undirbúa ráðstefnuna um ,JStöðu
heimilis og fjölskyldu í íslensku þjóðlífi", sem haldin var f Háskóla íslands, Odda, 24.
október 1992. Ráðstefnan var öllum opin og auglýst í fjölmiðlum, en nefndin hafði auk
þess skrifað öllum próföstum landsins og fjölmörgum félagasamtökum og boðið að
senda fulltrúa. Þátttakendur urðu liðlega eitt hundrað.
Fyrirlestramir sem fluttirp/oru á þeirri ráðstefnu, fylgja þessari skýrslu í
sérprenmðu heftí, (fræðslurit I). Útgefandi er Skálholtsútgáfan, en þjtkimálanefnd sá að
öllu leyti um að búa efni ritsins til prentunar. Þetta hefti verður sent prestum og
sóknamefndum til kynningar, auk þess sem það verður til sölu í Kirkjuhúsinu. Vonar
nefndin að það gefi tilefni til frekari umræðna í sóknum landsins, t.d í hópum um
safnaðaruppbyggingu. Einnig er ástæða til að ætla, að vönduð umfjöllum um þessa
homsteina þjóðfélagsins, heimrlið og fjölskylduna, reynist gott framlag þjóðkirkjunnar til
,firs fiölskyldunnar “, sem framundan er.
Afgreiðsla nefndarinnar á 14. máli kirkjuþings 1991, ( um búseturöskun o.fl., )
var kynnt í skýrslu nefodarinnar á síðasta kirkjuþingi.
Á þessu ári hafa málefni atvinnulausra tekið mestan tíma nefndarinnar, auk þess
sem hún vann að ofangreindri útgáfu. Nefndin áttí nokkra fundi með fulltrúum helsm
landssamtaka atvinnurekenda og launþega í landinu og var þar ákveðið að boða til
ráðstefnu, ( í samvinnu við þá aðila ), um þann mikla vanda sem atvinnuleysið veldur.
Sú ráðstefna var haldin í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikud. 17. mars 1993 undir
yftrskriftinni: „Berið hver annars byrðar", ráðstefna um málefni atvinnulausra. Þessi
ráðstefna var all vel auglýst og kynnt með fréttatilkynningum Þátttakendur vom nær 80.
Eins og fram kemur í dagskrá þeirrar ráðstefnu, sem fylgir þessari skýrslu, var
hugmyndin að nálgast umfjöllunarefnið frá nýrri hlið eða færa umræðuna í nýjan farveg,
þar sem sjónarmið kristinnar trúar væm í öndvegi, og gildi vinnunnar og afleiðingar
atvinnumissis yrðu skoðuð í ljósi hins kristna mannskilnings. Þjóðmálanefnd hefur
safnað fyrirlestmnum á tölvudiska og á umræður allar á hljóðböndum. Ekki hefur enn
verið tekin ákvörðun um útgáfu. En ef til kemur, höfum við vilyrði um fjárstyrki frá
þeim, sem að ráðstefnunni stóðu með okkur. Sú hugmynd hefur m.a. verið rædd að gefa
fyrirlestrana út í fjölfölduðu gormahefti og láta liggja frammi, t.d. á skráningar-
skrifstofum atvinnulausra og á miðstöðum fyrir fólk í atvinnuleit.
Nefndin hefur haft náið samráð við biskup íslands, herra Ólaf Skúlason, og kynnt
honum störf sín. Vísa má að öðm leyti til fráttatilkynninga, sem birtar vom í fjölmiðlum,
til greinargerðar í bréfi til biskups 26. nóvember 1992 og til skýrslu nefndarinnar og
Qárhágsáætlunar, sem send var Kirkjuráði í 23. febrúar sl.
x
/ /
I þjóðmálanefnd eiga sæti: Dr. Bjöm Bjömsson, tilnefndur af guðfræðideild H.I.,
Helgi K. Hjálmsson, tilnefndur af Leikmannaráði, Séra Baldur Kristjánsson, tilnefndur
af stjóm P.I., Hólmfríður Pétursdóttir, tilnefnd af Kirkjuráði og undirritaður, skipaður af
biskupi án tilnefningar.
163