Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 180
7
I. Inngangur.
í upphafi nefndarstarfa reifuðu nefndarmenn helstu verkefni nefndarinnar og kynntu sér
staðarmál. Rædd var starfsemi sem fram hefur farið í Skálholti undanfama áratugi og
framtíðarmöguleikar í því sambandi. Uppdráttur af Skálholtsstað er birtur sem fylgiskjal 3.
Að mati nefndarmanna varð brátt ljóst að málefni Skálholtsskóla var forgangsverkefni.
Ástæða þessa var einkum sú að í frumvarpi til fjárlaga 1992 felldi menntamálaráðuneyt-
ið niður fjárveitingu til skólans, enda taldi ráðuneytið að hann starfaði ekki samkvæmt þeim
lögum sem um hann giltu.
í fyrstu vann því nefndin einkum að samningu frumvarps um Skálholtsskóla sem lagt var
fram á Alþingi vorið 1992. Þá var fjallað um aðra starfsemi í Skálholti, en hún er afar
fjölþætt og yfirgripsmikil, allt frá jarðrækt til tónleikahalds, fræðiiðkana og helgihalds. Því
var nefndinni lögð mikil ábyrgð á herðar við samningu álitsgerðar sem tvinnar saman alla
þætti í eina heild þannig að Skálholt megi um ókomna tíð endurspegla sögu sína og þá
reisn og virðingu sem staðurinn hefur notið um aldaraðir.
Nefndin tók þá afstöðu að fjalla ekki nákvæmlega um einstaka starfsþætti heldur benda á
æskilega þróun í meginatriðum. Þannig verður þróunin ekki njörvuð við gildismat sam-
tímans, heldur er ætlast til að tekið verði mið af þeim hugmyndum sem settar eru fram
með tilliti til breytinga sem óhjákvæmilega verða í tímans rás. Alitsgerðin tekur fyrir hvem
starfsþátt og gerir að auki grein fyrir tillögum um stjórnskipulag og uppbyggingaráætlun.
í n. kafla er gerð stutt grein fyrir sögu staðarins, enda er sagan að miklu leyti grundvöll-
ur hugmynda um framtíð hans. Enn fremur er fjallað um endurreisn og hlutverk Skálholts,
vígslubiskupa og prestþjónustu í Skálholtsprestakalli. Fjallað er um skipulag staðarins í III.
kafla.
í IV.-IX. kafla er gerð nánari grein fyrir einstökum þáttum þeirrar starfsemi sem nefnd-
in leggur til að verði á Skálholtsstað. Þar er um að ræða framtíðamýtingu jarðnæðisins,
menningarstarfsemi, starfrækslu skóla, tónlist, starfsemi Skálholtsbúða, auk þess sem sér-
stök umfjöllun er um þjónustu við ferðamenn og aðra sem sækja staðinn heim.
í X. kafla er fjallað um hver byggingarþörf verður nái hugmyndir nefndarinnar fram að
ganga. Ljóst er að reisa þarf nýjar byggingar, þar með talið íbúðarhúsnæði, ef unnt á að
verða að halda uppi varanlegri starfsemi í þeim mæli sem gert er ráð fyrir. Sérstök um-
fjöllun er um framkvæmdir, rekstur og stjómskipulag staðarins í XI. kafla. Gert er ráð fyr-
ir umfangsmikilli uppbyggingu og starfsemi í Skálholti í framtíðinni. Einsýnt þykir að huga
þurfi vel að þessum þáttum svo að allt skipulag, dagleg stjóm og nýting fjár verði sem
best. Að endingu em helstu niðurstöður álitsgerðar þessarar dregnar saman í stuttu máli í
XII. kafla.
175