Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 181
8
II. Endurreisn og hlutverk Skálholts.
Skálholt í fortíð.
í Hungurvöku, sögu fyrstu íslensku biskupanna, segir svo: . . [Teitur, faðir Gizurar
hvíta] byggði þann bæ fyrstur, er í Skálaholti heitir, er nú er allgöfugastur bær á öllu ís-
landi“. Þessi ummæli sýna glöggt mat manna á Skálholti allt frá öndverðu, enda skipar
staðurinn einstæðan sess í sögu íslenskrar þjóðar og kristni.
ísleifur, sonur Gizurar hvíta, varð fyrstur innlendra manna biskup yfir íslandi og varð
Skálholt þá biskupssetur. Gizur, sonur hans, er varð biskup eftir föður sinn, gaf síðar ís-
lensku kirkjunni föðurleifð sína, Skálholt, enda skyldi biskup sitja þar, meðan kristni héld-
ist í landi.
Er svo var komið báðu Norðlendingar um eigin biskup fyrir Norðurland, enda mundi síð-
ur verða biskupslaust í landi ef biskupar væru tveir. Gizur varð við bón þeirra þótt það
skerti biskupsdæmi hans.
Með auknum áhrifum kirkjunnar jókst mikilvægi Skálholts sem um aldir var mesta stór-
býli landsins, enda voru biskupar í Skálholti jafnan í fremstu röð höfðingja landsins.
Klængur biskup lét reisa kirkju í Skálholti er var mun stærri en kirkja sú er þar stendur
nú. Var hún með stærstu timburkirkjum í Evrópu, enda byggðu aðrar þjóðir yfirleitt kirkj-
ur úr steini.
Eftir að erkibiskupsstóll var reistur í Niðarósi, á árunum 1153-1154, jukust áhrif hinnar al-
þjóðlegu kirkju á íslandi. Er íslenskir höfðingjar börðust um völdin á 13. öld vann erki-
biskup að því að koma landinu undir vald Noregskonungs, enda var það þá einsdæmi að
þjóð lyti ekki konungsvaldi.
Erlend áhrif fóru vaxandi á íslandi og biskupsembætti tóku að ganga kaupum og sölum.
Sátu þá erlendir menn íslensku biskupsstólana um alllangt skeið en voru yfirleitt áhuga-
litlir um embætti sín, og sumir þeirra komu aldrei til landsins. Á 15. öld tók aftur að rofa
til og íslenskir menn settust á stólana á ný.
Segja má að siðbreytingin hafi átt upptök sín í Skálholti. Ögmundur Pálsson var þá bisk-
up þar, síðastur í röð rómversk-kaþólskra manna. Vegna borgarastyrjaldar í Danmörku var
biskupum falin innheimta og varðveisla konungstekna af landinu meðan styijöldin stóð.
Var því þörf aukinnar aðstoðar í Skálholti og réð biskup því nokkra unga menntamenn til
starfa.
Tveir þessara manna höfðu snúist til fylgis við kenningar Lúters meðan þeir voru við nám
erlendis, þeir Gizur Einarsson, síðar biskup í Skálholti, og Oddur Gottskálksson er þýddi
176